fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Tíu hlutir sem gera mætti fyrir launahækkun ráðamanna

Laun þjóðkjörinna fulltrúa hækka alls um rúmar 279 milljónir króna á ársgrundvelli vegna ákvörðunar kjararáðs

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. nóvember 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú ákvörðun kjararáðs að hækka laun alþingismanna, ráðherra, forsætisráðherra og forseta Íslands umtalsvert hefur nánast sett íslenskt þjóðfélag á hliðina. Mánaðarlaun þjóðkjörnu fulltrúanna eru að hækka á einu bretti um hundruð þúsunda. Þegar aðeins er litið til hækkunarinnar nemur hækkun árslauna þessara 64 einstaklinga rúmum 279 milljónum á ári. DV tók til gamans saman hvað gera mætti fyrir þá upphæð.


Svona hækkuðu ráðamenn í launum

Alþingismenn (53) hækka úr 762.940 kr. á mánuði í 1.101.194 kr. eða um 338.254 kr. hver.
Hækkun alls: 215.129.544 kr. á ári.

Ráðherrar (9) hækka úr 1.347.330 kr. á mánuði í 1.826.273 kr. eða um 478.943 kr. hver.
Hækkun alls: 51.725.844 kr. á ári.

Forsætisráðherra hækkar úr 1.490.813 kr. á mánuði í 2.021.825 kr. eða um 531.012 kr.
Hækkun alls: 6.372.144 kr. á ári.

Forseti Íslands hækkar úr 2.480.341 kr. á mánuði í 2.985.000 kr. eða um 504.659 kr.
Hækkun alls: 6.055.908 kr. á ári.

Hækkunin á ársgrundvelli nemur: 279.283.440 kr.


Fyrir árshækkun launa þjóðkjörinna fulltrúa mætti:

Greiða 89 verkamönnum lágmarkslaun í heilt ár
(Lágmarkslaun á Íslandi eru í dag 260 þúsund krónur eða 3.120.000 á ári)


Reka kjararáð í rúm 7 ár
(Kostnaður við kjararáð í fjárlögum fyrir árið 2016: 38,3 milljónir)


Greiða 58 menntuðum grunnskólakennurum laun í heilt ár.
(Grunnlaun grunnskólakennara: 397.555 kr. á mánuði – Árslaun: 4.770.660 kr.)


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Greiða upp hallarekstur 7 framhaldsskóla – og eiga afgang
(Rekstrarhalli Menntaskólans á Akureyri, Kvennaskólans í Reykjavík, Flensborgarskóla, Fjölbrautaskóla Vesturlands, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Verkmenntaskólans á Akureyri og Fjölbrautaskóla Snæfellinga nam 257 milljónum króna um síðustu áramót.)


Mynd: Mynd DV

Greiða 56 menntuðum leikskólakennurum laun í heilt ár.
(Grunnlaun leikskólakennara: 411.469 kr. á mánuði – Árslaun: 4.937.628 kr.)


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Kaupa 25 nýja ráðherrabíla
(Miðað við meðalverð (11 milljónir) þeirra 7 nýju ráðherrabíla sem keyptir voru á síðasta kjörtímabili.)


Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Greiða 64 hjúkrunarfræðingum byrjunarlaun í ár.
(Algengustu byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga í dag eru 359.563 kr. á mánuði skv. Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga – Árslaun: 4.314.756)


Greiða komugjöld 232.736 einstaklinga á heilsugæslustöðvar
(Almennt gjald fyrir komu á heilsugæslustöð á dagvinnutíma, kl. 8–16, er 1.200 krónur.)


Mynd: 123rf.com

Gefa 2.220 leikskólabörnum frítt að borða í ár
(Fæðisgjald barns í 7–9 tíma vistun og miðað við þrjár máltíðir á dag er 10.480 kr. á mánuði. 125.760 krónur á ári. Um 6.000 börn eru á leikskólum Reykjavíkur, auk 1.000 á einkareknum leikskólum.)


Mynd: EPA

Taka á móti 88 flóttamönnum og styðja í 2 ár
(Við undirritun samnings um móttöku 55 sýrlenskra flóttamanna í nóvember í fyrra kom fram að greiðslur ríkisins til þriggja sveitarfélaga vegna verkefnisins myndu nema alls 173,4 milljónum króna. Gert var ráð fyrir stuðningi í tvö ár. Kostnaður við hvern flóttamann nam því miðað við þetta 3.152.727 kr.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi