fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Steinþór hættur hjá Landsbankanum

Bankastjórinn hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan 2010 – Vinnubrögð bankans gagnrýnd í skýrslu Ríkisendurskoðunar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. nóvember 2016 16:02

Bankastjórinn hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan 2010 - Vinnubrögð bankans gagnrýnd í skýrslu Ríkisendurskoðunar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinþór Pálsson er hættur sem bankastjóri Landsbankans. Þetta kemur fram í tölvupósti sem var sendur á starfsmenn bankans.

Í tilkynningu Landsbankans til fjölmiðla segir að bankaráð og Steinþór hafi komist að samkomulagi um að hann láti af störfum hjá bankanum. Steinþór hefur verið bankastjóri frá 1. júní 2010. Hreiðar Bjarnason framkvæmdastjóri fjármála og staðgengill bankastjóra hafi tekið við stjórn bankans en að staðan verði auglýst svo fljótt sem verða má.

„Ég hef verið í Landsbankanum í sex og hálft viðburðaríkt ár. Gríðarlega mikið hefur áunnist á þessum árum við að endurreisa fjárhag heimila og fyrirtækja. Landsbankinn hefur tekið stakkaskiptum á þessu tíma og ég skil sáttur við mín störf. Fjárhagsstaða bankans er mjög traust og markaðshlutdeild bankans hefur vaxið. Ég kveð samstarfsfólk mitt með hlýjum hug og baráttukveðjum til framtíðar,“ segir Steinþór Pálsson í tilkynningunni.

Þar þakkar Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs, Steinþóri fyrir öflugt og árangursríkt starf fyrir bankann.

„Mörg brýn og krefjandi úrlausnarefni hafa verið til lykta leidd undir hans forystu og staða bankans hefur styrkst mikið á undanförnum árum. Nú bíða Landsbankans nýjar áskoranir og telur bankaráðið rétt að takast á við þær með nýjum bankastjóra. Við óskum Steinþóri velfarnaðar í framtíðinni.“

Rúm vika er síðan Ríkisendurskoðun birti skýrslu sína um Eignasölu Landsbankans á árunum 2010 til 2016. Í henni er verklag bankans gagnrýnt. Bankinn hefði þurft að fylgja betur þeirri meginkröfu að selja mikilvægar eignir í opnu og gagnsæju söluferli. Vinnubrögð bankans hefðu skaðað orðspor hans auk þess sem ekki hefði verið gengið úr skugga um hvort fá hefði mátt hærra verð fyrir ákveðnar eignir. Ríkisendurskoðun ákvað að ráðast í gerð skýrslunnar í kjölfar Borgunarmálsins svokallaða. Í því kom í ljós að bankinn seldi eignarhlut sinn í Borgun í lokuðu söluferli án þess að gera kröfu um hlutdeild í milljarðagreiðslu sem greiðslukortafyrirtækið fékk vegna samruna Visa Inc. í Bandaríkjunum og Visa Europe.

Steinþór Pálsson sagði í kjölfar útgáfu skýrslunnar að hann ætlaði ekki að segja starfi sínu lausu. Það hefði verið til hagsbóta fyrir bankann að selja ákveðnar eignir í lokuðu söluferli. Benti hann einnig á að Landsbankinn hefði á tímabilinu selt um sex þúsund eignir og langflestar í opnu söluferli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi