fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Vigdís Hauks um Brúnegg: „Leikurinn gerður til þess að knésetja íslenskan landbúnað“

Fyrrverandi formaður fjárlaganefndar segir umfjöllun Kastljóss í gær mega rekja til „agenda RÚV og góða fólksins“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 29. nóvember 2016 10:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Voru þessar myndir frá búinu? Voru þessar myndir kannski frá öðru hænsnabúi í öðru landi? Kastljós er þekkt fyrir að falsa myndir með umfjöllun – væri einnar messu virði að senda fyrirspurn um það,“ segir fyrrverandi þingmaðurinn og fyrrum formaður fjárlaganefndar Alþingis, Vigdís Hauksdóttir, um umfjöllun Kastsljóss í gær um fyrirtækið Brúnegg ehf.

Í umfjöllunni kom fram að fyrirtækið hefur ítrekað, allt frá árinu 2007, brotið lög um velferð dýra og blekkt neytendur. Hafa eigendur Brúneggs selt framleiðsluvörur sínar sem vistvænar landbúnaðarafurðir en aldrei uppfyllt að fullu skilyrði reglugerðar um velferð alifugla. Eggin eru seld á tæplega 40 prósenta hærra verði en venjuleg búrhænuegg. Stórfyrirtækin Bónus, Hagkaup og Krónan, og hverfisbúðin Melabúðin í vesturbæ Reykjavíkur, eru hætt að selja vörur fyrirtækisins.

„Eftir umfjöllun Kastljóss stendur þessi rekstraraðili ekki upp meir – enda leikurinn gerður til þess að knésetja íslenskan landbúnað – það er agenda RÚV og „góða fólksins“,“ segir Vigdís Hauksdóttir á Facebook-síðu sinni.

Skilur ekki umræðuna

Vigdís hefur áður tjáð sig með umdeildum hætti þegar kemur að velferð dýra. Í viðtali við Fréttablaðið í fyrra kom fram að hún væri uppalin í sveit. „Ég átti góða sveitaæsku, tók þátt í öllum störfum og er rosalega fegin í dag að hafa alist upp í sveit og fengið að kynnast náttúrunni á þennan hátt. Ég er ekki síður glöð með það að hafa fengið að læra hvernig kaupin gerast á eyrinni varðandi dýrahald og ræktun bústofna og annað. Nú eru ofboðslega margir á Íslandi uppteknir af því að það sé eitthvert dýraníð í gangi í sveitum landsins. Ég hreinlega skil ekki þessa umræðu.“

Hún var þá spurð að því hvort hún ætti við svínabúin. „Ég kem frá sauðfjár- og kúabúi. Ég veit að íslenskir bændur gera sitt besta til að framleiða sem besta vöru og ég er fegin að hafa fengið að kynnast þessu í minni æsku.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu