fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
FréttirLeiðari

Í félagsskap góðra bóka

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 25. nóvember 2016 06:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hillary Clinton hafði lengi haft augastað á embætti forseta Bandaríkjanna. Framboð hennar var vandlega undirbúið, hún virtist hafa sterkt bakland og naut velvilja almennings víða um heim. Hún virtist sköpuð til að verða fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna. Óvæntur ósigur gegn Donald Trump var gríðarlegt áfall fyrir hana, eins og hún hefur síðan fúslega viðurkennt. Og hvað gerir metnaðarfull afburðakona eftir svo sáran ósigur? Hillary Clinton sagði að sig hefði mest langað til að kúra heima yfir góðri bók og ekki fara út úr húsi. Clinton hefur þó vissulega farið út úr húsi eftir ósigurinn og á dögunum sást til hennar og fjölskyldu hennar í bókabúð þar sem frúin keypti nokkrar bækur.

Bækur veita ánægju og huggun, það vitum við flest ósköp vel, rétt eins og Hillary Clinton. Þegar fólk les er það á einum stað meðan hugurinn leiðir það á alls kyns slóðir þar sem það kynnist nýju fólki og ýmiss konar viðhorfum, sumum alls ólíkum þess eigin.

Það er aldrei lögð nægilega rík áhersla á það að lestur góðra bóka á sinn þátt í að kenna fólki að setja sig í spor annarra, um leið eykst samkennd þeirra og víðsýni. Hér skal því haldið fram að það sé bæði hollt og þroskandi að gleðjast og gráta vegna örlaga annarra, hvort sem um er að ræða raunverulegar manneskjur eða skáldaðar. Lestur góðra bóka á sinn þátt í að efla náungakærleika manna á meðal.

Við höfum dæmi um það í nútímanum hversu ríkulega lesendur geta lifað sig inn í bækur. Heimsbyggðin beið fyrir ekki ýkja mörgum árum eftir því með öndina í hálsinum hver yrðu örlög Harry Potter. Lesendur máttu ekki til þess hugsa að hann myndi deyja í síðustu Potter-bókinni. J.K. Rowling gekk þannig frá málum að hann fékk blessunarlega að lifa. Á 19. öld voru fjölmargir Englendingar og Bandaríkjamenn harmi slegnir vegna þess að Charles Dickens deyddi Nell litlu á síðustu blaðsíðum skáldsögu sinnar The Old Curiosity Shop. Írski stjórnmálamaðurinn Daniel O‘Connell brast í grát þegar hann las kaflann um dauða Nell og henti bókinni út um glugga lestarinnar sem hann var farþegi í.

Undanfarnar vikur hafa nýjar bækur streymt í bókabúðir landsins og þaðan liggur leið þeirra inn á heimili landsmanna. Þar verða þær lesnar og vekja alls kyns viðbrögð lesenda sem margir hverjir telja það tilheyra jólunum að kúra undir sæng með góða bók í höndum. Það er lesandans sjálfs að skilgreina hvað honum finnst vera góð bók. Þar á hann ekki að fylgja öðrum í blindni heldur treysta á eigin smekk – og leyfa sér að hrífast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work