fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Karl Th. lætur „Reykjavíkurpakkið“ heyra það: „Þakkið þá bara fyrir að ég nota ekki skítapakk“

Talar opinskátt um afleiki Samfylkingarinnar – „Erindið er ekkert“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. nóvember 2016 11:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfylkingarmaðurinn Karl Th. Birgisson vandar Reykajvíkurarmi flokksins ekki kveðjurnar í pistli á Herðubreið. Karl, sem var um tíma framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, segir að orðið „súrrealískt“ sé eina orðið sem nái utan um þau örlög sem flokkurinn hlaut í nýafstöðnum kosningum.

Í pistli sínum hæðist hann að þeirri staðreynd að allir þrír þingmenn flokksins komi úr landsbyggðarkjördæmum.

Karl segir að „Reykjavíkurpakkið“ hafi spunnið einn af þykkustu þráðunum í örlagavef Samfylkingarinnar. „Og ef ykkur þykir orðið dónalegt, þakkið þá bara fyrir að ég nota ekki skítapakk eins og Vilmundur kallaði suma samflokksmenn sína hér um árið.“

Sjá einnig: Hvað kom fyrir Samfylkinguna?

Hann segir að Reykjavíkurpakkið sé til dæmis það fólk sem hafði alltaf illan bifur á Kristjáni Möller, vegna þess að hann hafi skilið að jafnaðarstefnan eigi að ná til byggðanna líka, ekki bara kynjanna eða skattbyrðarinnar. „Þau fussuðu og frussuðu, þótt gegnheilli jafnaðarmaður en Kristján sé vandfundinn. Hann var ekki nógu fínn fyrir pakkið.“

Enn í taugaáfalli

Sama fólk hafi farið á taugum í hruninu og hafi enn verið í taugaáfalli „endurreisnin“ hafi átt sér stað 2009-2013. Hann segir að þetta fólk hafi, þegar mest hafi riðið á, verið of upptekið „með hausinn í klofinu á sér að finna sökudólga þar sem enga var að finna.“ Það hafi lokað flokknum þegar mest hafi riðið á að opna hann. Þau hafi kynt undir aðför að Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og ekki lyft litla fingri þegar setið var um heimili hennar. Þau hafi lagt Björgvin G. Sigurðsson í einelti og geri enn. „eina manninn sem axlaði ítrekað pólitíska ábyrgð á atburðum sem hann tók engar ákvarðanir um. Þau töldu líka landsdómsmálið vera meðal stærstu réttlætisverka jafnaðarmanna á seinni árum.“

„Sú aðgerð ein segir allt um dómgreind Reykjavíkurpakksins.“

Hann segir að þegar fylgið hafi verið farið að aukast hafi þau reynt að steypa forystunni af stóli, og vísar þar til mótframboðs Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur gegn Árna Páli Árnasyni, þáverandi formanni – en Árni stóð af sér mótframboðið með einu atkvæði. „Sú aðgerð ein segir allt um dómgreind Reykjavíkurpakksins.“

„Erindið er ekkert“

Hann segir að smám saman hafi þeim tekist að fæla fólk frá flokknum, „með lokuðum prófkjörum, kvótum og girðingum sem allur almenningur hló að. Og þeim tókst færa flokkinn svo langt til vinstri að hann gleymdi erindi sínu.“

Sjá einnig: Oddný hættir sem formaður

Þegar „pakkið“ hafi svo tekið að sér að reka kosningabaráttu hafi útkoman verið fyrirsjáanleg. „Erindið er ekkert, utan loforðið um að greiða fyrirfram skaðabætur fyrir krónuna. Annars almennt hjal um gott samfélag og réttlæti. Ekkert sem hönd á festi. Enginn baráttuandi, ekkert pönk, engin uppreisn gegn Panamastjórninni. Og enginn sem kunni til verka svo að séð yrði.“

Og hann heldur áfram:

„Kjarninn í sjálfsmynd pakksins er þessi: Við erum æðisleg, aðallega þó svo gott fólk, en samt alveg ómöguleg. Við þurfum að breyta skipulaginu. Lögunum. Reisa fleiri girðingar. Finna sökudólga. Við fáum ekkert fylgi án þess að taka til í eigin ranni. Um þetta hafa þau talað látlaust í átta ár. Með þessum líka árangrinum.

Kristján kann að vinna kosningar

Og einmitt þar liggur stóri misskilningurinn. Samfylkingunni gekk bara bærilega, takk fyrir, áður en taugahrúgurnar sem eru uppistaðan í Reykjavíkurpakkinu náðu tökum á umræðu innan flokksins. Þið flettið bara fylgistölunum upp.

Fallega kaldhæðnin er þó sú, að Kristján Möller öðrum fremur tryggði flokknum það fylgi á landsbyggðinni sem hann hjarir nú á. Kristján kann nefnilega að vinna kosningar. Og reykvíska sjálfsásakanainnantökusökudólgaleitandi liðið er þingmannslaust.“

Pistilinn má í heild sinni sjá hér: Gott á pakkið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Í gær

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband