Fréttir

Glæfraleg launahækkun

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar
Föstudaginn 4. nóvember 2016 09:44

Það má færa ýmis rök fyrir því að laun alþingismanna hafi verið of lág. Hæft fólk hefur verið tregt til að bjóða sig fram til þingmennsku vegna þess að það fær mun betri laun annars staðar og svo er einfaldlega ýmislegt við starfið sem fólki finnst ekki sérlega fýsilegt. Álagið á þingmenn er mikið, sömuleiðis ábyrgðin, vinnutíminn er óreglulegur og mikið um kvöld- og helgarvinnu. Starfið er síðan lítt til vinsælda fallið og ófögur orð falla iðulega um stjórnmálamenn á samfélagsmiðlum og í símatímum útvarpsstöðva en þar virðist flest leyfilegt þegar kemur að því að svívirða náungann. Það er vissulega ekki alltaf tekið út með sældinni að vera stjórnmálamaður. Að bera sig illa við minnstu ágjöf er kjörnum fulltrúum þjóðarinnar þó til lítils sóma. Þeir verða að þola gagnrýni, jafnvel þótt hún sé stundum ósanngjörn.

Kjararáð tók á dögunum ákvörðun um að hækka á einu bretti laun þingmanna, ráðherra og forseta um tugi prósenta þegar skynsamlegra hefði verið að hækka þau í áföngum yfir nokkurn tíma. Ákvörðun kjararáðs, sem er á skjön við þróunina í kjaramálum hér landi, hefur skiljanlega vakið mikla ólgu og komist nálægt því að setja samfélagið á annan endann.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, blandaði sér í málið af þunga þegar hann sagði: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun.“ Hann lýsti því síðan yfir að hann myndi gefa launahækkun sína til góðra málefna. Guðni Th. Jóhannesson er í vel launuðu embætti og hefur greinilega þá stefnu að láta aðra njóta þess, eins og kom bersýnilega í ljós á dögunum þegar fréttist að hann hefði lagt inn á reikning foreldra langveiks barns. Þeir sem eiga mikið ættu að telja sjálfsagt að gefa til annarra, en það gera þó ekki allir. Þarna er forsetinn sterk og mikilvæg fyrirmynd, ólíkt mörgum þeim sem vel búa og liggja á auði sínum eins og ormur á gulli.

Forsetinn segist vænta þess að Alþingi beiti sér vegna umdeildrar ákvörðunar kjararáðs. Alþingismenn segjast margir vera tilbúnir til þess, enda er þessi glæfralega kauphækkun síst til þess fallin að efla vinsældir þeirra. Ef það er hins vegar rétt, sem kvisast hefur, að einhverjir þingmenn hafi vitað af þessari launahækkun áður en hún var kynnt, þá er það til marks um dæmalaust fals og hræsni ef þeir hneykslast nú á henni.

Það að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta um ríflega 40 prósent í sviphendingu býður upp á uppþot og sundrung á vinnumarkaði, nokkuð sem þjóðin má síst við. Enginn vill slíkt ástand. Það kann að vera snúið að vinda ofan af þessari ákvörðun kjararáðs en verður þó að gerast eigi að ríkja friður í íslensku samfélagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Glæfraleg launahækkun

Fékk 7.500 krónur eftir 31 ár saklaus í fangelsi: Á miðvikudag fékk hann síðan milljónir

Fyrir 3 klukkutímum síðan
Fékk 7.500 krónur eftir 31 ár saklaus í fangelsi: Á miðvikudag fékk hann síðan milljónir

María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum síðan
María Birta er pankynhneigð: „Breytist klárlega ekki neitt við það að hafa fundið sálufélaga minn í karlmanni“

Dæmdur fyrir hryllilega glæpi: „Versta martröð hverrar konu“

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Dæmdur fyrir hryllilega glæpi: „Versta martröð hverrar konu“

Hussein fékk lífstíðardóm fyrir morðið á Mariu

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Hussein fékk lífstíðardóm fyrir morðið á Mariu

Brynjar vill lækka áfengiskaupaaldur í 18 ára: „Ekki láta duttlunga, lýðskrum og tískubylgjur ráða för“

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum síðan
Brynjar vill lækka áfengiskaupaaldur í 18 ára: „Ekki láta duttlunga, lýðskrum og tískubylgjur ráða för“

Móðir stúlkunnar fékk áfall þegar hún sá áverkana

FókusFréttir
Fyrir 8 klukkutímum síðan
Móðir stúlkunnar fékk áfall þegar hún sá áverkana

Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum síðan
Katla málar með túrblóðinu sínu: „Mér finnst það bara fallegt, glansandi hvít postulínsskál og ferskt blóð“

Víðtækar aðgerðir í leikskólamálum: Plássum fjölgað og leikskólar byggðir í borginni

Mest lesið

Ekki missa af