fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni: „Heimurinn er fullur af fólki og peningum og allskonar“

Ekki einn einasti þingmaður í þingflokki Sjálfstæðismanna sem flýtti sér í gegnum nám

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 28. október 2016 10:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband þar sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, útskýrir skólamál fyrir börnum á KrakkaRúv hefur vakið nokkra athygli. Sitt sýnist hverjum. Hrafn Jökulsson fullyrti á Facebook-síðu sinni að myndbandið væri „mögulega átakanlegasta framboðsræða seinni ára“ og spurði hvort að myndbandið væri „djók úr smiðju fjörkálfanna í VG?“. Taka fjölmargir undir þessa skoðun hans. Áslaug Arna er ritari Sjálfstæðisflokksins og einn af yngri frambjóðendum flokksins. Framganga hennar í sjónvarpssal í kosningabaráttunni hefur vakið athygli og margir haft á orði að hún hafi staðið sig með miklum sóma gegn reyndari stjórnmálamönnum. Það eru þó ekki allir sem eru hrifnir af Áslaugu.
.
Kennarinn Ragnar Þór Pétursson sakar Sjálfstæðismenn um hræsni í nýbirtum pistli á Stundinni.. Þar segir hann um myndbandið að það sé „hálf mínúta af fallegri hugsjón. Og hálf mínúta af skíðlogandi stórslysi. Snúið er út úr spurningu númer tvö og menntahugsjónin kristallast í lokaspurningunni þannig að maður þurfi að drífa sig í að hætta í skóla því nám sé barnaskapur og tímasóun enda sé heimurinn fullur af peningum,“ segir Ragnar.

Þar vísar hann í lokasvar Áslaugar Örnu um hvernig Sjálfstæðismenn sjá fyrir sér að breyta skólakerfinu. „Ég held að það sé nauðsynlegt að stytta tímann sem við erum í skólanum. Við erum búin að stytta hann um eitt ár. Ég held að við megum stytta hann um fleiri ár því heimurinn er fullur af fólki og peningum og allskonar en við eigum ekkert alveg nógan tíma og það er bæði gaman að vera barn en það er líka gaman að vera fullorðinn. Þannig að við þurfum að nýta tímann vel,“ segir Áslaug Arna.

Ragnar Þór grípur boltann á lofti og kannar námsferil allra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Niðurstaðan er athyglisverð.

„Þrátt fyrir meint dálæti Sjálfstæðismanna á því að flýta sér gegnum nám til að geta farið að umgangast fólk og peninga þá er ekki einn einasti þingmaður í þingflokk þeirra sem kaus þá leið fyrir sjálfan sig. Meira að segja ritari flokksins, sem hélt þessu fram, er enn að dunda sér við námið tæpum tveimur árum eftir að hún gæti verið búin,“ segir Ragnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Í gær

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar
Fréttir
Í gær

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“