fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Rafmögnuð tilfinning að kjósa í fyrsta sinn

Einum degi munar á aldri Ástu Margrétar og Tómasar Helga – Hún kýs í fyrsta sinn nú, hann eftir fjögur ár

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 28. október 2016 17:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþingiskosningarnar eru á sérkennilegum tíma ársins útaf sviptingum í íslenskum stjórnmálum. Allir sem hafa náð 18 ára aldri á kjördag hafa kosningarrétt. Nítján Íslendingar eiga afmæli á morgun laugardag og rétt ná þar með tilskyldum aldri til að greiða atkvæði sitt. Fjórtán Íslendingar þurfa hinsvegar að bíta í hið súra epli að verða 18 ára gamlir á sunnudaginn og þurfa því að bíða í heilt kjörtímabil til þess að hafa áhrif á hverjir stjórna landinu.

DV hafði samband við tvo einstaklinga úr þessum hópum til þess að fræðast um áhuga þeirra og jafnaldra þeirra á stjórnmálum. Ástu Margréti Einarsdóttur, nema í Menntaskólanum í Reykjavík, sem verður átján ára á laugardaginn, og Tómas Helga Kristjánsson, nema í Verslunarskóla Íslands, sem verður átján ára á sunnudaginn. Í þann mund sem niðurstöður kosninganna eru að skýrast.

Kaus utan kjörfundar

„Ég hef lítinn sem engan áhuga á stjórnmálum, hef aldrei haft og tel ólíklegt að ég muni nokkurn tímann hafa,“ segir Ásta Margrét, þegar blaðamaður DV hefur samband. Allt stefnir í versta stjórnmálaviðtal sögunnar. „En mér er annt um hag lands og þjóðar og þess vegna nýtti ég kosningaréttinn minn og finnst að allir ættu að gera það,“ segir hún og blaðamaður tekur gleði sína á ný. Viðtalinu er reddað.

Eins og áður segir verður Ásta Margrét átján á kjördag. Hún er á leið til Rómar með bekkjarfélögum sínum og verður því ekki á landinu á kjördag. „Ég er búin að kjósa utan kjörfundar. Tilfinningin var frekar rafmögnuð. Mér fannst þetta stór ábyrgð því þótt mitt eina litla atkvæði virtist agnarsmátt og gagnlaust þegar á heildina er litið þá skiptir það samt máli þegar upp er staðið,“ segir hún. Hún kveðst hafa verið í vandræðum með að velja hvaða flokkur hlaut atkvæði hennar. „Mér fannst ég alltaf sammála sumum stefnum flokkanna en aldrei öllum,“ segir Ásta Margrét.

Stjórnmál með leiðinlegan stimpil á sér

Tómas Helgi segist aldrei hafa haft áhuga á stjórnmálum en nýverið hafi breyting orðið þar á. „Á seinustu vikum hef ég hægt og rólega farið að lesa mér til um þetta og í dag myndi ég telja mig hafa nokkurn áhuga á stjórnmálum. Áhuginn hefur þá líklegast bara legið í dvala þar til ég byrjaði að kynna mér þau betur,“ segir Tómas Helgi. Að hans mati hafa stjórnmál á sér leiðinlegan stimpil vegna þess hve formlega er talað um viðfangsefni stjórnmálanna og einnig hve fjarlæg þau virðast hinum almenna borgara. „Við höfum í raun svo lítið um það að segja hvað fer fram á bakvið luktar dyr Alþingis. Það eina sem við fáum að gera er að kjósa einn ákveðinn hóp af fólki sem telur sig vera undir sama hattinum á fjögurra ára fresti. Við getum kosið þann hóp sem hefur sagst ætla að gera hlutina svona eða hinsegin en svo virðist sem að erfitt sé að treysta á heilindi flokkanna. Sjálfum fyndist mér rökréttara að kjósa einstaklinga frekar en flokka því þá tel ég að stjórnmálamenn myndu frekar starfa samkvæmt eigin sannfæringu en ekki samkvæmt yfirlýstri stefnu flokksins sem allir flokksmenn eru skyldugir til að fylgja,“ segir Tómas Helgi af sannfæringu.

Hann hefði gjarnan viljað kjósa núna en verður að bíta í hið súra epli að fá aðeins að greiða atkvæði eftir næsta kjörtímabil. „Lífið gengur nú sinn vanagang þrátt fyrir það. Ég verð bara að reyna að hafa áhrif á annan hátt,“ segir hann sposkur og viðurkennir að bekkjarfélagar hans hafi lúmskt gaman að því hversu litlu muni að hann fái að kjósa.

Eigum við skynsemina sameiginlega

Nokkuð hefur verið fjallað um dvínandi áhuga ungs fólks á stjórnmálum en Ásta Margrét verður ekki var við það í Menntaskólanum í Reykjavík, þvert á móti. „ Stjórnmál eru mikið rædd meðal vina minna og skólafélaga í MR og hafa þau sterkar skoðanir á flestu sem fram fer á því sviði. Nokkrir þeirra sitja til dæmis í ungliðahreyfingum sinna flokka. Hvort það hafi haft áhrif á kosningaþátttöku vina minna veit ég ekki en að því er ég best veit ætla þau öll að kjósa. Þrátt fyrir að við séum misáhugasöm um stjórnmál eigum við skynsemina sameiginlega og kynnum okkur öll stefnumál flokkanna,“ segir hún.

Taka eitt próf á netinu og kjósa eftir því

Tómas Helgi upplifir misjafnan áhuga á stjórnmálum í kringum sig en telur þó að flestir sem hann þekkir og hafi kosningarétt muni kjósa. „Kosningarnar hafa verið ræddar og tel ég skuggakosningarnar sem fóru fram í skólanum hafa haft einhver áhrif. Mér finnst samt aðeins of margir ekki kynna sér framboðin nóg til að geta tekið upplýsta ákvörðun,“ segir hann. Honum finnst sorglegt hvað kosningaáróðurinn hafi farið út í miklar öfgar undanfarið sem hann telur að hafi áhrif á ákvörðunartöku sumra ungmenna. „Sumir taka jafnvel bara eitt kosningapróf á netinu og ætla sér að kjósa eftir því, eða spyrja foreldra sína hvað þeir eigi að kjósa, sem mér finnst einnig afar sorglegt,“ segir Tómas Helgi. Að hans mati er ungt fólk með því að missa af að hafa áhrif á framtíðina með eigin sannfæringu að vopni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Í gær

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Í gær

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Í gær

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Í gær

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“