fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Kosningamyndband Framsóknar veldur ólgu: „Notar fötlun sem leið til þess að smána aðra flokka“

Haltur Samfylkingarmaður, eineygður og einfættur Pírati í fótboltaliði

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 28. október 2016 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt kosningamyndband Framsóknarflokksins hefur vakið talsverða athygli. Um er að ræða teiknimynd þar sem gefið er í skyn að lið Framsóknarflokksins sé með 3-0 forystu í hálfleik. Þar vísar flokkurinn væntanlega í þá staðreynd að framtíð þjóðarbúsins sjaldan, ef aldrei, verið bjartari. Þulur, sem hljómar nákvæmlega eins og íþróttafréttamaðurinn Hörður Magnússon, lýsir því sem fyrir augu ber og allt í einu brjálast hann yfir því að þjálfarinn sé að skipta Framsóknarliðinu út í hálfleik og inná kemur lið Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata.

„Hvað er þetta. Þjálfarinn skiptir varaliðinu inná, „Vinstri grænir, haltur bakvörður frá Samfylkingu og hvað er þessi Pírati að gera í sókninni, með eitt auga. Hvað er þjálfarinn að spá í að skipta út vinningsliðinu. Það er ekki Björt Framtíð yfir þessu liðinu. Veit hann ekki að Framsóknarflokkurinn ætlar að lækka skatta og raunvexti fyrir fólkið í landinu. Andskotinn, þetta leit svo vel út. Við töpum 5-3 með þessu áframhaldi, með þessu liði,“ öskrar lýsandinn af innlifun.

Sú staðreynd að talað er um haltan bakvörð og hann teiknaður með umbúðir utan um annan fótlegginn og að Píratinn sé sagður eineygður með tréfót fer fyrir brjóstið á sumum talsmönnum fatlaðra hérlendis.

Segir nóg komið af óréttlæti
Steinunn Ása Þorvaldsdóttir Segir nóg komið af óréttlæti

„Hér sýnir Framsóknarflokkurinn enn á ný sitt rétta andlit. Notar fötlun sem leið til þess að smána aðra flokka. Þegar fötlun er fjölmenning og fjölbreytileiki, ekki löstur. Hvernig á fatlað fólk að geta verið öruggt með hatursfullan flokk sem þennan við stjórnvölinn?“ segir Freyja Haraldsdóttir, á Facebook-síðu Framsóknarflokksins, og er augljóslega ekki skemmt. Það skal tekið fram að Freyja er varaþingmaður fyrir Bjarta framtíð.

„Mér sárnar þetta mikið. Ég vil að það sé borin virðing fyrir fötluðu fólki, ekki særa mann með svona rétt fyrir kosningar. Það er nóg komið af óréttlæti,“ segir Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, einn umsjónarmanna Með okkar augum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu