fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Inga: Flokkur fólksins er flokkurinn þinn

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og oddviti í Reykjavík suður

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. október 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er lögblindur, 75% öryrki og þekki það á eigin skinni hvernig er að þiggja ölmusuna sem hrynur af allsnægtaborði auðvaldsins.

Með því að setja X við F hefur þú valið að eiga þína rödd á Alþingi, rödd sem mun berjast af alefli gegn fátækt og spillingu. Þú munt hjálpa mér í baráttunni gegn græðgisvæðingu sérhagsmunaaflanna og berjast með mér að almannahag.

Við búum við gríðarlega misskiptingu þar sem 9,1 % barnanna okkar líður hér mismikinn skort, þar sem hluta eldri borgara, öryrkja og verkafólks er haldið við og undir fátæktarmörkum. Við þurfum að horfa á mannauðinn okkar flæða úr landi og heilbrigðiskerfið okkar í molum. Við njótum ekki fullra renta af auðlindunum. Við erum tvær þjóðir í landinu okkar, þ.e. sérhagsmunaöflun og svo við hin.

Hjálpaðu mér að gera landið okkar betra fyrir okkur öll, að landi þar sem býr ein samhent þjóð. Þar sem ekkert barn er svangt vegna fátæktar, þar sem unga fólkið okkar getur komið sér upp heimili, þar sem allir geta leitað sér lækninga án þess að það sé flokkað sem forréttindi.

Ég vil berjast með þér til að gera landið okkar farsælla og betra fyrir okkur öll, ég vil stokka spilin upp á nýtt, því þau hafa alltof lengi verið vitlaust gefin.“

Íslendingar ganga að kjörborðinu á morgun og kjósa fulltrúa sína til Alþingis. Úr nægu er að velja fyrir kjósendur en níu stjórnmálahreyfingar bjóða fram í öllum kjördæmum landsins. Auk þess bjóða þrjár aðrar hreyfingar fram í færri kjördæmum.

DV leitaði til allra framboðanna og bauð þeim að reyna eftir megni að sannfæra kjósendur um að veita þeim atkvæði sín. Þetta eru þeirra áherslur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi