fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Helga: Dögun vill réttlátt samfélag

Helga Þórðardóttir, formaður Dögunar og oddviti í Reykjavík suður

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. október 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Frambjóðendur Dögunar eru venjulegt fólk, bændur, sjómenn, kennarar, nemendur, læknar og lífeyrisþegar. Allt frambjóðendur sem vilja réttlátara samfélag. Það er hins vegar enginn fulltrúi skattaskjóla eða kúlulánþegi líkt og sumir aðrir flokkar bjóða almenningi upp á að kjósa.

Dögun vill þjóna almannahagsmunum en ekki sérhagsmunum. Til þess þarf ákveðið fólk með skýrar lausnamiðaðar leiðir. Við ætlum að afnema fátækt með öllum ráðum. Við viljum stofna samfélagsbanka – til að láta af bankaokrinu. Við viljum að fólk geti flutt að heiman fyrir fertugt og sé búið að greiða íverustaðinn áður en farið er á eftirlaun. Við viljum frjálsar krókaveiðar – til þess að standa vörð um sjávarbyggðirnar. Við viljum efla innviði samfélagsins, vegi, gagnaflutninga, menntun og heilbrigðisstofnanir. Við viljum berjast fyrir jafnrétti, því allir eiga rétt á jöfnum tækifærum og við viljum taka vel á móti fólki. Við vitum að náttúruvernd skilar hamingju og oftast fjárhagslegum ágóða einstaklinga og fyrirtækja. Við viljum engin leyndarmál og að 10% kjósenda geti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég trúi því að flest okkar viljum sjá raunverulegar breytingar á ríkjandi ástandi. Ég veit að í Dögun er dugmikið baráttufólkfólk. Við erum ekki fullkomin en við ætlum. Ég er tilbúin að vinna samviskusamlega fyrir fólkið í landinu.“

Íslendingar ganga að kjörborðinu á morgun og kjósa fulltrúa sína til Alþingis. Úr nægu er að velja fyrir kjósendur en níu stjórnmálahreyfingar bjóða fram í öllum kjördæmum landsins. Auk þess bjóða þrjár aðrar hreyfingar fram í færri kjördæmum.

DV leitaði til allra framboðanna og bauð þeim að reyna eftir megni að sannfæra kjósendur um að veita þeim atkvæði sín. Þetta eru þeirra áherslur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“