fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Villtum dýrum fækkar gríðarlega

Haldi þróunin eins áfram mun hryggdýrum hafa fækkað um 2/3 árið 2020

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. október 2016 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Villtum dýrum í heiminum hefur fækkað um 58 prósent síðan árið 1970, samkvæmt nýrri rannsókn. Verði þróunin áfram á sama veg mun hryggdýrum hafa fækkað um tvo þriðju árið 2020.

Rannsóknin, sem nefnist The Living Planet Report, var unnin á vegum Zoological Society of London og náttúruverndarsamtakanna World wildlife Fund. Samskonar skýrslur hafa verið gefnar út á tveggja ára fresti. Í skýrslunni nú segir að þau dýr sem lifa í vötnum, ám og í votlendi séu einkum í hættu og fækkun þeirra sé mest. Einkum eru það gjörðir mannanna sem valda. Dýr missa búsvæði sín vegna útþenslu manna og mengun og loftslagsbreytingar af manna völdum spila sömuleiðis stóra rullu.

Í rannsókninni voru undir 3.700 mismunandi tegundir fugla, fiska, spendýra, froskdýra og skriðdýra, um 6 prósent allra hryggdýrategunda í heiminum. Í síðustu rannsókn, frá árinu 2014, var niðurstaðan sú að villtum dýrum í heiminum hefði fækkað um helming frá árinu 1970. Sé það rétt er ljóst að fækkunin hefur haldið áfram en nú er talið að fækkunin nemi um 58 prósentum.

Aðferðarfræði rannsóknarinnar hefur þó verið gagnrýnd. Meðal annars er bent á að dreifing gagnanna sem unnið er með sé afar lítil. Þannig séu þau í langflestum tilvikum af svæðum í Vestur-Evrópu og sáralítið af gögnum sé frá Suður-Ameríku og hitabeltissvæðum Afríku. Þessu hafa forsvarsmenn rannsóknarinnar hins vegar svarað með því að unnið sé með þau gögn sem til staðar séu. Vel megi vera að dýrategundir sem ekki sé fylgst með séu í mun verri stöðu en rannsóknin bendi til en mjög kæmi á óvart ef þau væru í betri stöðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga