fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Reyndi að kveikja í bíl og hafði í hótunum við íbúa

Karlmaður gerði íbúum Vesturbæjarins lífið leitt í gærkvöldi

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. október 2016 07:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann á tólfta tímanum í gærkvöldi sem lét mjög ófriðlega fyrir utan hús í Vesturbænum.

Það var klukkan ellefu í gærkvöldi að tilkynnt var um mann í annarlegu ástandi og handtók lögregla karlmann skammt frá vettvangi. Þá hafði hann reynt að kveikja í bifreið sem stóð við húsið en lögreglumönnum tókst að slökkva eldinn. Að sögn lögreglu hafði maðurinn í hótunum við íbúa í fleiri húsum og lét mjög ófriðlega. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins.

Um svipað leyti var tilkynnt um heimilisofbeldi og líkamsárás í Austurbænum. Að sögn lögreglu var enginn handtekinn vegna málsins og litlir sem engir áverkar á þolanda. Nóttin var að öðru leyti tiltölulega róleg í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tveir ökumenn voru stöðvaðuir vegna gruns um ölvun við akstur. Báðir ökumennirnir voru látnir lausir að lokinni blóðtöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala