fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

„Reykjavík er hreint út sagt ljót borg“

Danski blaðamaðurinn Carsten Jensen er ekki hrifinn af höfuðborginni

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 27. október 2016 14:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Reykjavík er hreint út sagt ljót borg sem er umvafin fallegri náttúru“. Á þessum orðum hefst grein danska rithöfundarins og blaðamannsins Carsten Jensen sem birtist í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter í gær. Í inngangi greinarinnar segir Jansen að þau örfáu hús, sem gætu haft sögulegt gildi og eigin karakter, hverfi í skuggann af smekklausum búðargluggum. Aðrar byggingar séu líkt og afleiðing þess að teningi hafi verið kastað og einu möguleikarnir hafi verið „steypugrátt“ eða fjöldframleiddar nýtískubyggingar. „Hér, eins og á mörgum öðrum stöðum á jarðkringlunni, er líkt og skipulagsfræðingar hafi ekki fengið sæti við teikniborðið,“ segir Jansen.

Í greininni hneykslast blaðamaðurinn á því að Íslendingar, sárir eftir efnahagshrunið, hafi litið á gos Eyjafjallajökuls sem „risastóra auglýsingaherferð“ fyrir landið og náttúru þess. „Síðan þá hefur vöxtur ferðaþjónustunnar verið óstöðvandi og bráðlega munu um 27 þúsund manns starfa í geiranum, sem er um 10% hinnar fámennu þjóðar,“ segir Jansen. Hann fullyrðir að vandamál Íslands séu þau að vel menntaðir Íslendingar finni sér ekki störf við hæfi í uppsveiflunni sem nú gengur yfir og sæki því til Evrópu og Bandaríkjanna í leit að áskorunum. „Fyrir ungt fólk með háskólamenntun eru þjóðsögur og eldfjallagígar ekki vænleg framtíð,“ segir blaðamaðurinn.

Inntak greinarinnar er þó umfjöllun um hið gerbreytta pólitíska landslag sem allt stefnir í eftir komandi kosningar. Blaðamaðurinn lýsir því hvernig bylting hafi hafist eftir efnahagshrunið en hún hafi svo verið kæfð af núverandi ríkisstjórnarflokkum. Panama-skjölin hafi svo sprengt allt í loftið með þeim afleiðingum að boðað var fyrr en ella til kosninga og yfirvofandi er hrun ríkisstjórnarinnar.

Greinin í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work
Fréttir
Í gær

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Í gær

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“