fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Flugstjórinn handtekinn 30 mínútum fyrir brottför

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. október 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugstjóri bandaríska flugfélagsins Delta var handtekinn í gærmorgun, hálftíma áður en hann átti að fljúga vél flugfélagsins frá flugvelli í Suður-Dakóta til Salt Lake City.

Flugstjórinn sem um ræðir, Russel Duszak, 38 ára, reyndist vera ölvaður. Var það starfsmaður flugvallarins sem tilkynnti hann til lögreglu eftir að hafa fundið áfengislykt af honum. Blóðsýnataka leiddi í ljós að Russel var sannarlega undir áhrifum áfengis.

Duszak hefur nú verið sendur í leyfi frá störfum meðan atvikið er rannsakað. Í frétt CBS News kemur fram að atvik af þessu tagi séu sem betur fer tiltölulega sjaldgæf. Á síðasta ári voru þó tíu flugmenn handteknir eftir að hafa flogið flugvélum undir áhrifum áfengis.

Og í ágúst síðastliðnum voru tveir flugmenn United Airlines handteknir vegna gruns um ölvun skömmu áður en þeir gengu um borð í vél sem þeir áttu að fljúga frá Skotlandi til New Jersey í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala