fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Flestir hlynntir því að flokkar gefi út hverjum þeir hyggist vinna með eftir kosningar

Sex af hverjum tíu hlynntir en aðeins fimmti hver á móti

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. október 2016 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nærri lætur að sex af hverjum tíu Íslendingum séu hlynntir því að flokkar gefi upp hverjum þeir vilji helst vinna með í ríkisstjórn áður en gengið er til kosninga. Frá þessu greinir Maskína.

Píratar hafa verið í umræðunni undanfarnar vikur eftir að þeir buðu nokkrum flokkum til viðrænða um samstarf eftir komandi alþingiskosningar. Í könnun Maskínu kom fram að 57% eru hlynntir þessari leið en 19% andvígir. „Kjósendur Samfylkingar, Pírata og Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs eru einna helst hlynntir þessari hugmynd á meðan kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru einna helst andvígir henni. Þetta er afgerandi niðurstaða en kemur kannski ekki á óvart,“ segir á vef Maskínu.

Svarendur voru 836 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu. Könnunin fór fram dagana 21.- 27. október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“