fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Enn eitt áfallið: Adam verður líklega sparkað úr landi, 37 árum eftir að hann var ættleiddur

Óvenjulegt mál í Bandaríkjunum

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. október 2016 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 37 árum var Adam Crapser ættleiddur frá Suður-Kóreu af bandarískum hjónum. Þá var Adam þriggja ára. Nú bendir flest til þess að Adam, sem hefur nær alla sína ævi búið í Bandaríkjunum, verði sendur aftur til Suður-Kóreu. Ástæðurnar hafa fengið marga til að klóra sér í kollinum.

Í frétt AP kemur fram að Adam sé nú í haldi í miðstöð fyrir ólöglega innflytjendur í Washington-ríki á meðan mál hans er til meðferðar í kerfinu. Á mánudag afsalaði hann sér réttinum til að áfrýja ákvörðun bandarískra yfirvalda um að senda hann úr landi af þeirri ástæðu að hann er frekar reiðubúinn að setjast að í framandi landi, Suður-Kóreu í þessu tilviki, en að dvelja í hálfgerðu fangelsi í Bandaríkjunum.

Sjö árum eftir að Crapser og eldri systir hans voru ættleidd til Bandaríkjanna, ákváðu foreldrar þeirra í Bandaríkjunum að snúa baki við þeim. Þegar Crapser var tólf ára flutti hann til fósturforeldra, Thomas og Dolly Crapser sem áttu einn son saman, tvö ættleidd börn og voru að auki með nokkur börn í fóstri. Þar varð Thomas fyrir líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Hjónin voru handtekin vegna ásakanna um ofbeldi gegn börnum sínum árið 1991.

Í frétt AP kemur fram að foreldrar Crapser, sem ættleiddu hann frá Suður-Kóreu, hafi aldrei sótt um græna kortið eða ríkisborgararétt fyrir hann. Crapser er langt því frá sá eini í Bandaríkjunum sem er í þessari aðstöðu þó tölur um fjölda séu á reiki. Að sögn AP eru allt að 35 þúsund einstaklingar í Bandaríkjunum, sem ættleiddir voru til landsins sem börn, í svipaðri aðstöðu og ekki bandarískir ríkisborgarar í skilningi laganna.

Fyrir tveimur árum áttaði Crapser sig á að hann væri ekki með græna kortið sem er forsenda þess að einstaklingar sem ekki eru fæddir í Bandaríkjunum geti lifað þar og starfað. Crapser taldi að kortið væri runnið úr gildi en hann áttaði sig fljótt á því að aldrei hafði verið sótt um það þegar hann var barn.

Í ljósi þess að Crapser hafði áður gerst brotlegur við lög geta bandarísk yfirvöld vísað honum úr landi með vísan í lagaákvæði. Fyrir margt löngu hlaut hann dóm fyrir innbrot og líkamsárás. Nú stefnir allt í að Crapser verði sendur til fæðingarlands síns, lands þar sem hann þekkir engan og kann ekki tungumálið. Bandarísk yfirvöld hafa tekið ákvörðun um að senda hann úr landi og getur í raun ekkert nema kraftaverk komið í veg fyrir að Crapser verði sendur til Suður-Kóreu á næstu dögum eða vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala