fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Vilhjálmi blöskrar framkoman: „Klárt ofbeldi og svona gera menn ekki!“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 25. október 2016 23:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í gær höfðu tvær konur sem störfuðu við innritanir á Keflavíkurflugvelli í sumar samband við mig og sögðu farir sínar ekki sléttar. Þær reyndar byrjuðu á því að tjá mér að þær væru ekki í Verkalýðsfélagi Akraness en vildu fá upplýsingar um sína réttarstöðu. Það er mjög algengt að við mig sé haft samband af launafólki þótt það tilheyri ekki mínu stéttarfélagi og að sjálfsögðu reyni ég að aðstoða eftir bestu getu þrátt fyrir það tilheyra ekki mínu stéttarfélagi,“ segir Vilhjálmur Birgisson verkalýðsleiðtogi á Akranesi sem er allt annað en sáttur. Í pistli á Facebook-síðu sinni greinir hann frá því að starfsmenn á Keflavíkurflugvelli þurfi margir að fara á 40 til 80 klukkustunda námskeið til að landa vinnu við innritun. Ekkert námskeið, engin vinna. Ekki er þó greitt fyrir námskeiðin. Fyrirtækin sem þessu tengjast eru samkvæmt Vilhjálmi Airport Assoiates ehf. og IGS, sem er dótturfélag Icelandair Group. Beinir hann orðum sínum til Björgólfs Jóhannssonar forstjóra Icelandair Group sem einnig er formaður Samtaka atvinnulífsins.

Vilhjálmur segir:

Mynd: Facebook/JónAxelÓlafsson

„Þessar konur óskuðu eftir upplýsingum hvort það væri eðlilegt og stæðist kjarasamninga á hinum almenna vinnumarkaði að 40 til 80 klukkustunda starfstengd námskeið sem þær þurftu að undirgangast væri alfarið launalaust. Þær tjáðu mér líka að þessi námskeið væru yfirleitt frá klukkan 16:00 til 22:00 á kvöldin og stæðu í allt að þrjár vikur.

Ég hélt fyrst að hér væri um einn risastóran misskilning um að ræða enda hef ég aldrei nokkurn tímann heyrt að starfstengd námskeið og þjálfun sem starfsmenn þurfa nauðsynlega að undirgangast til að geta sinnt þeim störfum sem þau eru að fara að sinna séu launalaus. Ég tjáði konunum að ég skildi hafa samband við þeirra stéttarfélag sem þau tilheyra til að kanna málið fyrir þær en sagði jafnframt að þetta gæti ekki verið að starfstengt námskeið í allt að 3 vikur í allt að 80 klukkutíma og það nánast allt í yfirvinnu væru launalaust.“

Vilhjálmur hafði samband við stéttarfélagið í dag. Þar var honum tjáð að til fjölda ára hefðu umrædd námskeið verið launalaus.

„ … ástæðan sem ég fékk væri sú að þær séu ekki ráðnar fyrr en þær hafa lokið þessu starfstengda námskeiði í allt að 80 klukkutíma og fyrirtækin hafi alltaf neitað að greiða fyrir þessi námskeið,“ segir Vilhjálmur og bætir við:

„Ég skal fúslega viðurkenna að ég varð orðlaus og tjáði viðkomandi forystumanni stéttarfélagsins sem konurnar tilheyra að mitt mat væri að starfstengd námskeið sem eru nauðsynleg til að geta sinnt umræddum innritunarstörfum séu launalaus stenst ekki eina einustu skoðun. Þetta er að mínu mati gjörsamlega til skammar fyrir umrætt fyrirtæki en þau fyrirtæki sem um ræðir eru Airport Assoiates ehf. og IGS, sem er dótturfélag Icelandair Group.“

Vilhjálmur kveðst ekki trúa því að Björgólfur láti þetta átölulaust við IGS að starfsmenn sem innriti fyrir flugfélagið undirgangist 80 klukkutíma námskeið án þess að fá fyrir það greitt, ekki eina krónu.

„Það var kaldhæðnislegt að fá þessa hringingu frá þessum konum í gær á sjálfan kvennafrídaginn í ljósi þess að á þessum degi berjast konur fyrir réttlæti á íslenskum vinnumarkaði. En samkvæmt þessum konum sem höfðu samband við mig í gær þá er stór hluti þeirra starfsmanna sem sinna innritunarstörfum á Keflavíkurflugvelli konur.“

Vilhjálmur hefur ekkert vald á þessu svæði en kveðst engu að síður blöskra framkoman.

„Ég skora á umrædd fyrirtæki að greiða öllum þeim starfsmönnum sem hafa tekið þessi starfstengdu námskeið laun allt annað er klárt ofbeldi og svona gera menn ekki!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“