fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Segir Ísland vera besta stað í heimi fyrir konur

Auður Ösp
Þriðjudaginn 25. október 2016 18:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Síðan um miðbik áttunda áratugarins hefur þessi norræna þjóð rutt brautina þegar kemur að jafnrétti kynjanna og í dag eru stúlkur og konur á öllum aldri að njóta þeirra framfara sem hafa átt sér stað. En hvernig komust þær á þennan stað?“ spyr blaðamaður Guardian í nýlegri grein sem ber heitið „Ástæða þess að Ísland er besti staðurinn til að vera kona“ en auk greinarinnar er fjallað nánar um Ísland og jafnréttisbaráttuna í sjónvarpsþætti ITV í kvöld.

Blaðamaður ræðir til að mynda við Margréti Pálu Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra Hjallastefnunnar og vekur athygli á skólastefnu leikskólans Laufásborgar í Reykjavík „Við þjálfum stelpurnar í að nota röddina. Við þjálfum þær í að byggja upp líkamlegan styrk. Við þjálfum þær í að sýna hugrekki,“ segir Margrét Pála.

Einnig er rætt við Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, forstjóra ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line sem segir Ísland góðan stað fyrir konur og Steiney Skúladóttur, meðlim rappsveitarinnar Reykjavíkurdætur sem segir íslenskar konur halda of mikið aftur af sér í launaviðræðum, og það sé ástæðan fyrir launamisrétti kynjanna. Þuríður Blær Jóhannsdóttir rappari tekur í sama streng: „Það er eins og við megum ekki bera borubrattar. Við eigum að vera hógværar.“

Viðmælendur greinarhöfundar virðast þó hafa verið sammála um að enn sé löng leið fyrir höndum í jafnréttisbaráttunni. „Ef þér er kennt frá barnsaldri að þú færð ekki það sem þér ber, ef þér er kennt að sitja og bíða, við hverju býstu þá?“ spyr Margrét Pála til að mynda.

Greinarhöfundur kemur jafnframt inn á að íslensk stjórnvöld hyggist afnema launamismun kynjanna áður en árið 2022 gengur í garð; á meðan séu íslenskar konur meðvitaðar um réttindi sín og það sem gengur á í samfélaginu – til að mynsa séu einn þriðju hluti íslensku kvenþjóðarinnar meðlimir í facebookhópnum Beauty tips- þar sem kynjatengd umræða skjóti reglulega upp kollinum.

„Sagan hefur kennt okkur að framfarirnar fæðast ekki út úr tóminu,“ ritar höfundur jafnframt og bætir við að þrýstingur frá grasrótinni auk fjárfestinga í stjórnmálum séu undanfari breytinga. Á Íslandi líti út fyrir að það sé bæði til staðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Í gær

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri