fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Mótmæla yfirvofandi brottflutningi Eyjólfs til Noregs: Sjáðu hjartnæmt myndband þegar feðgarnir hittust

38 dagar til stefnu – Á fjölmarga nána aðstandendur sem vilja fá hann til sín

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 25. október 2016 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 600 manns hafa boðað komu sína á Austurvöll kl.17.00 til þess að mótmæla því að senda eigi hinn fimm ára gamla Eyjólf Kristinn Elvuson til Noregs eftir 38 daga. Um það var úrskurðað í héraði í byrjun mánaðarins og vakti niðurstaðan mikla reiði í samfélaginu.

Í sumar greindi Stundin frá því að móðuramma drengsins, Helena Brynjólfsdóttir, hefði flúið frá Noregi með dóttur sína, Elvu Christinu Hafnadóttur, og dótturson. Þá hafði Elva Christina verið svipt forræðinu yfir drengnum og norska barnaverndin ráðgerði að senda hann í fóstur til átján ára aldurs. Stofnunin sýndi engan vilja til þess að leyfa drengnum að alast upp hjá ömmu sinni sem þó hafði átt stóran þátt í uppeldi hans fram að forræðissviptingunni. Ef norska stofnunin fær vilja sínum framgengt getur aðeins móðir Eyjólfs hitt son sinn tvisvar á ári undir eftirliti. Aðrir fjölskyldumeðlimir fá ekki að hitta drenginn.

Ástæða forræðissviptingarinnar var sú að Elva Christina hafði komist í slæman félagsskap úti í Noregi og leiðst út í óreglu. Hún hafði þó sýnt mikinn vilja til þess að bæta ráð sitt og farið í meðferð úti í Noregi. Bati hennar hefur haldið áfram hérlendis, allt frá því að mæðgurnar flúðu frá Noregi.

Haag-samningurinn

Óhætt er að segja að flestir séu undrandi á því að hægt sé að flytja fimm ára íslenskan ríkisborgara nauðugan úr landi og koma honum í fóstur í Noregi. Lagagrundvöllurinn er hinsvegar sá að á grundvelli Haag-samningsins getur forsjáraðili óskað liðsinnis yfirvalda í aðildarríki til að fá barn afhent hafi það með ólögmætum hætti verið flutt hingað til lands eða er haldið þar á ólögmættan hátt.

Lykilatriðið er að í máli Eyjólfs er norska barnaverndin orðin forsjáraðili drengsins og nýtur því fulltingi yfirvalda til þess að fá rétti sínum framkvæmt samkvæmt dómniðurstöðu.

Faðirinn undirbýr forræðismál

Þá greindi DV nýlega frá því að faðir drengsins, Sigurjón Elías Atlason, hyggðist fara í mál við norsku barnaverndina um forræðið yfir syni sínum. Sigurjón býr í Danmörku ásamt unnustu sinni og nýfæddum syni, bróður Eyjólfs. Í áðurnefndri frétt kom fram að Eyjólfur hafi verið afar spenntur þegar hann sá bróður sinn í fyrsta skipti í gegnum samfélagsmiðla en ef fram heldur sem horfir þá hittast þeir ekki aftur fyrr en þeir verða 13 og 18 ára gamlir. Þó Eyjólfur hafi ekki alist upp hjá föður sínum en hlýtt er á milli þeirra eins og meðfylgjandi myndband sýnir glögglega. Að sögn föðurömmu drengsins, Guðnýju Helgu Þórhallsdóttur, fóru þau mæðginin til Noregs í maí síðastliðnum þar sem þau óskuðu eftir því að Sigurjón fengi forræði yfir syni sínum. Við því varð norska barnaverndin ekki og telur hann í raun ekki aðila málsins þar sem móðir Eyjólfs var með fullt forræði yfir sínum. Mæðginin eru í sambandi við norskan lögfræðing sem undirbýr málsókina og telur líkurnar ágætar fyrir hönd Sigurjóns. Þó mun málið taka talsverðan tíma og á meðan verður Eyjólfur ekki í faðmi fjölskyldu sinnar.

Sigurjón og móðir hans fóru á fund norsku barnaverndarinnar til þess að óska eftir að fá forræðið yfir Eyjólfi. Stofnunin tók það ekki til greina.
Sigurjón og Eyjólfur Sigurjón og móðir hans fóru á fund norsku barnaverndarinnar til þess að óska eftir að fá forræðið yfir Eyjólfi. Stofnunin tók það ekki til greina.

Í sömu frétt kom fram að búið væri að óska eftir liðsinni Barnaverndarstofu hérlendis að ná samkomulagi við norsku systurstofnunina um að Eyjólfur færi í fóstur hér heima á meðan forræðismálið yrði höfðað í Noregi. Helst hjá fjölskyldumeðlimum en áðurnefnd föðuramma, Guðný Helga, sækir það líka fast að fóstra drenginn hjá sér.

Baráttan um framtíð Eyjólfs er því í algleymi og ljóst að allmargir kostir eru í stöðunni til þess að hann fái að vera áfram í faðmi móður, föður eða annarra fjölskyldumeðlima.

Facebook-síða viðburðarins: https://www.facebook.com/bjorgumdrengunum/?fref=ts

Feðgarnir hittast í Noregi:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
Fréttir
Í gær

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“

Segir ekki einn heldur tvo frambjóðendur hafa skuldað sér áratugum saman – „Ef þeir gera upp við mig þá fyrirgef ég þeim að sjálfsögðu“
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Í gær

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband