fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Farðu varlega í hálkunni: Það frysti víða í nótt

Hálka og hálkublettir víða

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. október 2016 07:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumenn þurfa að fara að gát í umferðinni í morgunsárið enda er hálka víða á vegum landsins. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að hálka sé á Hellisheiði og hálkublettir í Þrengslum og einhver éljagangur.

Hálka og hálkublettir eru við ströndina og í uppsveitum á Suðurlandi. Hálkublettir eru einnig við Hafnarfjall og í Borgarfirði og hálka er á Holtavörðuheiði, Vatnaleið og Fróðárheiði en hálkublettir á Bröttubrekku sem og á einhverjum fjallvegum á Vestfjörðum. Hálka, krapi og éljagangur eru á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Hálkublettir eru á Vopnafjarðarheiði, Fjarðarheiði, Fagradal sem og á Oddsskarði.

Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands frysti mjög víða á landinu í nótt. Hitinn mun hækka þegar líður á daginn þegar hitaskil ganga yfir landið með hvassri austanátt og rigningu, fyrst á Suður- og Vesturlandi en norðan heiða síðdegis.

„Í kvöld og nótt fylgir strekkings sunnanátt með skúrum, en á morgun tekur við vestanátt og kólnandi veður, og skúrirnar gætu orðið að slydduéljum þegar líður á daginn. Það er útlit fyrir nokkuð hvassa vestlæga átt og einhverja úrkomu í flestum landshlutum fram að helgi, en þá er útlitið heldur óræðara,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“