Fréttir

2068

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar
Þriðjudaginn 25 október 2016 07:58

Á hverju ári verða hér á landi heitar umræður um hið óútskýrða launabil kynjanna. Í fjölmiðlum er fjallað ítarlega um málið og rætt við formenn hinna ýmsu samtaka og þeim, líkt og fjölmiðlamönnum, er mikið niðri fyrir. Í þessum umræðum er margt sagt en allt er það á einn veg, sem sagt þann að ekki verði lengur við unað. Þessi orð erum við reyndar öll búin að heyra afar lengi. Stundum er sagt að orð séu til alls fyrst, en það á ekki við þegar kemur að launamun kynjanna. Um fá mál hefur jafn mikið verið rætt og þetta, og allir eru sammála um að úrbóta sé þörf, en síðan gerist ekki neitt.

Umræðan um launamun kynjanna er eins og Groundhog Day. Við upplifum hana aftur og aftur, á sama hátt. Eina tilbrigðið frá ári til árs er ef haldinn er útifundur á degi sem kallaður er frídagur kvenna. Sá dagur verður reyndar að frídegi þar sem ekki bara konur heldur einnig stór hluti karla leggja niður störf. Þetta árið varð til mánudags-frí, sem mörgum hefur eflaust þótt fremur notalegt. Það er hæpið að segja að slíkt frí lami þjóðfélagið. Þetta er frídagur sem er vandlega undirbúinn og allir geta gert ráðstafanir til að gera hann sem þægilegastan. Fyrir vikið verður hann ekki að því herópi sem hann gæti orðið. En hann er samt hressileg klappsamkoma þar sem minnt er á ójöfnuð og misrétti og nauðsyn úrbóta – og það er af hinu góða. En svo kemur næsti dagur og allt er eins og fyrr.

Reyndar er rétt að geta þess að glöggir einstaklingar hafa reiknað út árið sem konur munu öðlast sömu laun og karlar fyrir sömu vinnu. Sá tími mun renna upp árið 2068. Þolinmæði er vissulega dyggð en hún á ekki alltaf við og síst núna. Þegar misrétti blasir við hverjum sem vill sjá það þá verður að bregðast við.

Það gengur ekki að konur þessa lands séu settar skör lægra þegar kemur að launamálum. Það gengur ekki að karlar raðist í vel launuð störf og hleypi konum þar ekki að. Það gengur ekki að til séu sérstök kvennastörf sem séu áberandi illa launuð. Ekkert af þessu er til sóma. Samt er þetta staðan árið 2016.

Forysta verkalýðshreyfingarinnar sendi frá sér yfirlýsingu vegna kvennafrídagsins. Eins og von var þá var staða mála hörmuð og sagt að ekki verði við unað. En um leið var ekki bent á neina lausn á vandanum. Það er eins og verkalýðshreyfingin eigi engar lausnir við launamisréttinu, ekki frekar en aðrir. Þurfum við virkilega að bíða til ársins 2068?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 19 mínútum síðan
2068

Sjómenn á Fjölni GK fundu fótinn: Skór fylgdi með – „Ósk áhafnarinnar að fundurinn veiti manneskju sálarró“

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Sjómenn á Fjölni GK fundu fótinn: Skór fylgdi með – „Ósk áhafnarinnar að fundurinn veiti manneskju sálarró“

Sívar er látinn: Ásdís Halla minnist bróður síns

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Sívar er látinn: Ásdís Halla minnist bróður síns

Örn fór af spítalanum eftir hjartaáfall: „Ég varð að fara að spila – Það er ekkert sem stoppar þig“

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum síðan
Örn fór af spítalanum eftir hjartaáfall: „Ég varð að fara að spila – Það er ekkert sem stoppar þig“

Umfangsmiklar aðgerðir á Faxaflóa: Kafbátur var notaður til að ná upp líkamsleifunum

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum síðan
Umfangsmiklar aðgerðir á Faxaflóa: Kafbátur var notaður til að ná upp líkamsleifunum

Skipverjar Polar Nanoq minntust Birnu

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Skipverjar Polar Nanoq minntust Birnu

Líkamshlutar finnast við Snæfellsnes

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Líkamshlutar finnast við Snæfellsnes

Rúnar Freyr gjaldþrota

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum síðan
Rúnar Freyr gjaldþrota

Páll hjólar í ritstjóra Stundarinnar: „Axlið ábyrgð ykkar og biðjist afsökunar“

Mest lesið

Rúnar Freyr gjaldþrota

Ekki missa af