fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Mögnuð saga: Heimilislaus heróínfíkill fyrir 12 árum – milljónamæringur í dag

Khalil Rafati er stofnandi SunLife Organics

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 24. október 2016 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lærdómurinn af þessari dæmisögu er sá að sama hversu nálægt botninum þú ert þá er alltaf svigrúm til að spyrna sér af krafti og koma lífi sínu á réttan kjöl.

Fyrir þrettán árum var Khalil Rafati í þeirri stöðu að þurfa að ráfa um götur Los Angeles í leit að næsta heróínskammti. Khalil var heimilislaus og hafðist við í hinu alræmda Skid Row-hverfi, þakinn sárum og vó einungis rúm 50 kíló. Í raun benti fátt til annars en að dauðinn væri á næsta leiti.

En Khalil, sem í dag er 46 ára, ákvað að líf sitt rækilega í gegn árið 2004 og hann sér ekki eftir því í dag. Khalil er stofnandi SunLife Organics-keðjunnar sem sérhæfir sig í djúsum og annarri heilsutengdri matvöru.

Í dag rekur Khalil sex útibú í Los Angeles sem velta milljónum og hann stefnir á að opna fleiri í Bandaríkjunum á næstu misserum. Djússtaður Khalil nýtur vinsælda meðal stórs hóps fólks en meðal þekktra fastakúnna má nefna leikarann David Duchovny og tónlistarmanninn Anthony Kiedis, söngvara Red Hot Chili Peppers.

Khalil rekur býsna vinsælan staði í Los Angeles. Í dag eru þeir sex talsins og aldrei að vita nema þeir verði fleiri í náinni framtíð.
Vinsæll Khalil rekur býsna vinsælan staði í Los Angeles. Í dag eru þeir sex talsins og aldrei að vita nema þeir verði fleiri í náinni framtíð.

Ólst upp við misnotkun

Khalil flutti til Los Angeles fyrir margt löngu eftir að hafa alist upp í Ohio. Hann var misnotaður í æsku og ákvað að aka til Los Angeles í leit að betra lífi. Til að byrja með lék lífið við hann í borg englanna. Hann fékk vinnu sem bílasali en til að drýgja tekjurnar seldi hann marijúana. Síðar fór hann að selja e-töflur og ketamín enda var meiri gróðavon í sterkari efnunum.

Kvöldið sem allt breyttist

Kvöld eitt breyttist hins vegar allt hjá Khalil. Hann freistaðist til að prófa heróín og leit ekki um öxl eftir það. Í æviminningum sínum, I Forgot To Die, segir hann að með heróíninu hafi sársaukinn sem hann hafði burðast með frá barnæsku horfið. Hann varð harður fíkill og árið 2001 tók hann viljandi of stóran skammt af heróíni. Bráðaliðum tókst þó að bjarga lífi hans. Árið 2003 var hann dæmdur í fangelsi fyrir vörslu fíkniefna en um það leyti var hann kominn á botninn. Árið 2004 hófst viðspyrnan fyrir alvöru.

Komst á botninn

„Ég gat ekki grafið mig dýpra enda voru allar skóflurnar brotnar. Ég var gjörsamlega búinn,“ segir hann. Hann ákvað að reyna að breyta um lífsstíl og var það vinur hans sem fyrst kynnti hann fyrir hollustudrykkjum og svokallaðri ofurfæðu. Árið 2007 byrjaði hann að blanda eigin drykki fyrir gesti Riviera Recovery Center, meðferðarheimilis í Malibu sem hann opnaði árið 2007.

Gæðin spurðust út

Það var þar sem hann blandaði drykkinn Wolverine sem í dag er einskonar flaggskip SunLife Organics. Drykkurinn inniheldur meðal annars banana og döðlur og þykir einstaklega bragðgóður. „Markmiðið var að láta gestunum líða vel með góðum og hollum mat,“ segir hann. Það voru ekki bara gestir Riviera Recovery Center sem þótti drykkurinn góður því gæðin spurðust út um Malibu og margir heimsóttu meðferðarheimilið gagngert til að kaupa sér drykk.

Vill hjálpa þeim sem þurfa á hjálp að halda

„Þetta var á köflum vandræðalegt enda voru margir þeirra sem keyptu drykkinn ekki skjólstæðingar okkar,“ segir hann. Í kjölfarið ákvað hann að opna útibú í Malibu og síðan þá hafa hjólin heldur betur farið að snúast. Í dag býður SunLife Organics upp á 32 djúsa og próteinsjeika auk annarrar hollrar fæðu. Hann notar aðeins hágæðahráefni í vörur sínar til að tryggja hollustu og bragðgæði.

Og starfsfólkið sem hann ræður í vinnu á það sameiginlegt að hafa glímt við ýmis vandamál í einkalífinu. Fólk sem var í svipaðri stöðu og hann fyrir ekki svo löngu síðan. „Alveg frá því að ég byrjaði hefur hann reynt að gera líf mitt betra,“ segir Cache Coelho, sem var háður OxyCotin, áður en hann flutti til Los Angeles og fékk vinnu hjá Khalil. „Hann gerir ríkar kröfur til okkar og ýtir okkur áfram. Hann er okkur sem faðir,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Í gær

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar
Fréttir
Í gær

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“