fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Mest pyntaði fangi í sögu Guantanamo látinn laus

Sat í haldi í 14 ár án ákæru – Lýsti óhugnaði kerfisbundinna pyntinga

Ritstjórn DV
Laugardaginn 22. október 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almennt er talið að enginn maður hafi verið pyntaður jafn hroðalega í Guantanamo-fangabúðunum og Mohamedou Ould Slahi, 48 ára gamall Máritaníumaður, sem verið hefur í haldi í tæp 14 ár, án ákæru. Slahi var sleppt úr haldi 17. október síðastliðinn eftir að bandarísk stjórnvöld kváðu upp úr með að ekki stæði slík ógn af honum að forsvaranlegt væri að halda fangelsun hans til streitu.

Slahi er höfundur metsölubókarinnar Guantanamo-dagbækurnar, sem kom út í janúar 2015. Dagbókarskrif Slahi gefa innsýn í óhugnað þeirra kerfisbundnu pyntinga sem fangar í fangabúðunum eru beittir. Þar lýsir Slahi því meðal annars hvernig hann var hafður í hlekkjum, honum varnað svefns langtímum saman, hann útsettur fyrir hávaða, neitað um vatn og honum hótað ofbeldi.

Barinn klukkutímum saman

Slahi lýsir því hvernig hann var misnotaður kynferðislega í yfirheyrslum, hann neyddur til að drekka saltvatn þar til hann kastaði upp og því að hann hafi verið barinn svo klukkustundum skiptir. Hann hafi á endanum brotnað saman og játað á sig sakir sem ekki áttu sér stoð í raunveruleikanum, til þess að þóknast þeim sem yfirheyrðu hann.

Slahi var handtekinn af bandarískum hermönnum í Máritaníu eftir árásirnar 11. september í Bandaríkjunum. Hann var sakaður um að hafa ferðast til Afganistan á árunum 1991 og 1992 þar sem hann átti að hafa barist með Al-Kaída í bardögum hryðjuverkasamtakanna gegn afgönskum stjórnvöldum. Slahi var síðan færður til Amman í Jórdaníu þar sem hann var í einangrun í sjö mánuði. Þá var honum flogið í til Guantanamo, í ágúst 2003, og fangelsaður á þeim grunni að hann væri grunaður um aðild að áformum um sprengjuárás í Los Angeles árið 1999.

Eftir að Slahi var leystur úr haldi situr þó enn 61 fangi í fangbúðunum í Guantanamo. Úrskurðað hefur verið að sleppa skuli 30 þeirra en það hefur ekki enn orðið að veruleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis