fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Þetta er oddviti Íslands

63 prósent oddvita eru karlar – Hafa setið að meðaltali eitt kjörtímabil – 49 árum munar á elsta og yngsta oddvitanum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. október 2016 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dæmigerður oddviti þeirra níu stjórnmálaflokka sem bjóða fram í öllum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar er 49 ára karlmaður sem er háskólagenginn að einhverju leyti og státar af rétt tæplega einu kjörtímabili af reynslu á þingi. DV tók saman upplýsingar um oddvitana 54 til að finna hvernig hinn dæmigerði Oddviti Íslands er.

Töluvert færri konur

Mikil umræða hefur verið um kynjahlutföll framboðslista tiltekinna stjórnmálaflokka en athugun DV leiðir í ljós að af oddvitum þessara níu flokka sem bjóða fram í öllum kjördæmunum sex, eru 34 þeirra karlmenn en 20 konur. Mesti oddvitakynjahallinn er á listum Sjálfstæðisflokksins og Dögunar, þar sem fimm karlar leiða lista en aðeins ein kona. Kynjahlutfallið er jafnt hjá Pírötum og Viðreisn en aðeins hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði leiða fleiri konur en karlar framboð flokksins, fjórar konur og tveir karlar.

Munar 49 árum á elsta og yngsta

Meðalaldur oddvita flokkanna allra er rúm 49 ár. Hæstur er meðalaldur oddvita hjá Flokki fólksins, eða 62 ár, en lægstur hjá Pírötum, aðeins 36 ár. Munar þar 26 árum á meðalaldri oddvita.

Píratar eiga sömuleiðis yngsta oddvitann í hópnum. Eva Pandora Baldursdóttir, sem leiðir lista flokksins í Norðvesturkjördæmi, er 26 ára gömul, fædd 8. október árið 1990. Jafnaldra hennar og flokkssystir, Ásta Guðrún Helgadóttir, er fædd átta mánuðum fyrr á árinu 1990, en hún leiðir lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Elsti oddvitinn er sóknarpresturinn fyrrverandi ,Halldór Gunnarsson, sem leiðir lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi, 75 ára að aldri.

Nýtt fólk áberandi hjá þremur

Þegar litið er til reynslu oddvita af þingsetu þá eru oddvitar Vinstri grænna reynslumestir, með 9 ár á þingi að meðaltali. Þar munar mestu um þau 33 ár sem Steingrímur J. Sigfússon hefur setið samfleytt og hífir meðaltal flokksins upp.

Minnsta reynslan er meðal oddvita Dögunar og Flokks fólksins. Í hvorum flokki er einn fyrrverandi þingmaður sem leiðir lista, en þeir eiga það sameiginlegt að hafa báðir setið eitt kjörtímabil fyrir Frjálslynda flokkinn á árunum 2003–2007. Hjá Viðreisn er sömuleiðis aðeins Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem hefur reynslu af þingi, en hún sat í 14 ár á þingi, frá 1999–2013.

Menntun oddvitanna er jafn fjölbreytt og þeir eru margir og var erfitt að sjá að eitthvert tiltekið nám eða skólagráður væru algengari en aðrar meðal þeirra. Lögfræði, viðskiptafræði, hagfræði, íslenskunám og ýmiss konar framhaldsnám hafa verið áberandi. Á heildina litið mátti þó sjá að hinn dæmigerði oddviti er að meðaltali háskólagenginn.


Sjálfstæðisflokkur

KK: 5 (83%)
KVK: 1
Meðalaldur: 52 ár
Meðalþingreynsla: 7 ár

Reykjavík suður

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Ólöf Nordal
Aldur: 49 ára
Þingreynsla: 6 ár (2007–2013) Utanþingsráðherra síðan desember 2014

Reykjavík norður
Guðlaugur Þór Þórðarson
Aldur: 48 ára
Þingreynsla: 13 ár

Suðvesturkjördæmi
Bjarni Benediktsson
Aldur: 46 ára
Þingreynsla: 13 ár

Suðurkjördæmi

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Páll Magnússon
Aldur: 62 ára
Þingreynsla: Engin

Norðvesturkjördæmi
Haraldur Benediktsson
Aldur: 50 ára
Þingreynsla: 3 ár

Norðausturkjördæmi
Kristján Þór Júlíusson
Aldur: 59 ára
Þingreynsla: 9 ár


Samfylkingin

KK: 4 (66%)
KVK: 2
Meðalaldur: 55 ár
Meðalþingreynsla: 8 ár

Reykjavík suður

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Össur Skarphéðinsson
Aldur: 63 ára
Þingreynsla: 25 ár

Reykjavík norður
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
Aldur: 48 ára
Þingreynsla: 7 ár

Suðvesturkjördæmi
Árni Páll Árnason
Aldur: 50 ára
Þingreynsla: 9 ár

Norðvesturkjördæmi
Guðjón S. Brjánsson
Aldur: 61 árs
Þingreynsla: Engin

Suðurkjördæmi

Mynd: © Bragi Þór Jósefsson

Oddný G. Harðardóttir
Aldur: 59
Þingreynsla: 7 ár

Norðausturkjördæmi
Logi Már Einarsson
Aldur: 52 ára
Þingreynsla: Engin


Vinstrihreyfingin grænt framboð

KK: 2
KVK: 4 (66%)
Meðalaldur: 53 ár
Meðalþingreynsla: 9 ár

Reykjavík norður

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Katrín Jakobsdóttir
Aldur: 40 ára
Þingreynsla: 9 ár

Reykjavík suður
Svandís Svavarsdóttir
Aldur: 52 ára
Þingreynsla: 7 ár

Suðvesturkjördæmi
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Aldur: 41 árs
Þingreynsla: varaþingmennska

Suðurkjördæmi

Mynd: © Eyþór Árnason

Ari Trausti Guðmundsson
Aldur: 67 ára
Þingreynsla: Engin

Norðausturkjördæmi
Steingrímur J. Sigfússon
Aldur: 61 árs
Þingreynsla: 33 ár

Norðvesturkjördæmi
Lilja Rafney Magnúsdóttir
Aldur: 59 ára
Þingreynsla: 7 ár


Píratar

KK: 3
KVK: 3
Meðalaldur: 36 ár
Meðalþingreynsla: 1,6 ár

Reykjavík norður

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Birgitta Jónsdóttir
Aldur: 49 ára
Þingreynsla: 7 ár

Reykjavík suður
Ásta Guðrún Helgadóttir
Aldur: 26 ára
Þingreynsla: 1 ár

Norðvesturkjördæmi
Eva Pandora Baldursdóttir
Aldur: 26 ára
Þingreynsla: Engin

Suðurkjördæmi
Smári McCarthy
Aldur: 32 ára
Þingreynsla: Engin

Norðausturkjördæmi
Einar Aðalsteinn Brynjólfsson
Aldur: 47 ára.
Þingreynsla: Engin

Suðvesturkjördæmi

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Jón Þór Ólafsson
Aldur: 39 ára
Þingreynsla: 2 ár


Björt framtíð

KK: 4 (66%)
KVK: 2
Meðalaldur: 47 ár
Meðalþingreynsla: 1,5 ár

Reykjavík norður
Björt Ólafsdóttir
Aldur: 33 ára
Þingreynsla: 3 ár

Reykjavík suður
Nichole Leigh Mosty
Aldur: 44 ára
Þingreynsla: Engin

Suðvesturkjördæmi

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Óttarr Proppé
Aldur: 47 ára
Þingreynsla: 3 ár

Suðurkjördæmi

Páll Valur Björnsson
Aldur: 54 ára
Þingreynsla: 3 ár

Norðausturkjördæmi
Preben Pétursson
Aldur: 50 ára
Þingreynsla: Engin

Norðvesturkjördæmi
G. Valdimar Valdemarsson
Aldur: 55 ára
Þingreynsla: Engin


Framsóknarflokkur

KK: 4 (66%)
KVK: 2
Meðalaldur: 47 ár
Meðalþingreynsla: 5 ár

Reykjavík norður
Karl Garðarsson
Aldur: 56 ára
Þingreynsla: 3 ár

Reykjavík Suður
Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Aldur: 43 ára
Þingreynsla: 7 mánuðir, utanþingsráðherra síðan 8. apríl 2016

Suðvesturkjördæmi
Eygló Harðardóttir
Aldur: 43 ára
Þingreynsla: 8 ár

Suðurkjördæmi
Sigurður Ingi Jóhannsson
Aldur: 54 ára
Þingreynsla: 7 ár

Norðausturkjördæmi
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Aldur: 41 árs
Þingreynsla: 7 ár

Norðvesturkjördæmi
Gunnar Bragi Sveinsson
Aldur: 48 ára
Þingreynsla: 7 ár


Viðreisn

KK: 3
KVK: 3
Meðalaldur: 45
Meðalþingreynsla: 2,3 ár (Aðeins Þorgerður Katrín hefur setið á þingi, 14 ár)

Reykjavík norður
Þorsteinn Víglundsson
Aldur: 46 ára
Þingreynsla: engin

Reykjavík suður
Hanna Katrín Friðriksson
Aldur: 52 ára
Þingreynsla: Engin

Suðvesturkjördæmi

Mynd: Sigtryggur Ari

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Aldur: 51 árs
Þingreynsla: 14 ár (1999–2013)

Suðurkjördæmi
Jóna Sólveig Elínardóttir
Aldur: 31 árs
Þingreynsla: Engin

Norðausturkjördæmi

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Benedikt Jóhannesson
Aldur: 61 árs
Þingreynsla: Engin

Norðvesturkjördæmi
Gylfi Ólafsson
Aldur: 33 ára
Þingreynsla: Engin


Dögun

KK: 5 (83%)
KVK: 1
Meðalaldur: 50
Meðalþingreynsla: 0,66 ár (Aðeins Sigurjón hefur setið á þingi, 4 ár)

Reykjavík norður
Hólmsteinn A. Brekkan
Aldur: 53 ára
Þingreynsla: Engin

Reykjavík suður
Helga Þórðardóttir
Aldur: 58 ára
Þingreynsla: Engin

Suðvesturkjördæmi
Ragnar Þór Ingólfsson
Aldur: 43 ára
Þingreynsla: Engin

Suðurkjördæmi

Mynd: Aðsend mynd

Sturla Hólm Jónsson
Aldur: 49 ára
Þingreynsla: Engin

Norðausturkjördæmi
Sigurður Eiríksson
Aldur: 50 ára
Þingreynsla: Engin

Norðvesturkjördæmi
Sigurjón Þórðarson
Aldur: 52 ára
Þingreynsla: 4 ár (2003-2007)


Flokkur fólksins

KK: 4 (66%)
KVK: 2
Meðalaldur: 62 ár
Meðalþingreynsla: 0,6 ár (aðeins Magnús Þór hefur setið á þingi, 4 ár)

Reykjavík norður

Magnús Þór Hafsteinsson
Aldur: 52 ára
Þingreynsla: 4 ár (2003–2007)

Reykjavík suður
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
Aldur: 60 ára
Þingreynsla: Engin

Suðvesturkjördæmi
Guðmundur Ingi Kristinsson
Aldur: 55 ára
Þingreynsla: Engin

Suðurkjördæmi
Halldór Gunnarsson
Aldur: 75 ára
Þingreynsla: Engin

Norðausturkjördæmi
Sigurveig S. Bergsteinsdóttir
Aldur: 62 ára
Þingreynsla: Engin

Norðvesturkjördæmi
Ólafur Snævar Ögmundsson
Aldur: 72 ára
Þingreynsla: Engin

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis