fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Sindri stefnir ríkinu

Telur að ríkið brjóti ákvæði stjórnarskrár með því að greiða sóknargjöld með innheimtum tekjuskatti

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 21. október 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í morgun stefndi ég ríkinu.“ Á þessum orðum hefst stöðuuppfærsla Sindra Guðjónssonar fyrrverandi formanns Vantrúar á Facebook-síðu sinni. Með færslunni birtir hann mynd af undirritaðri stefnu sinni. Málið snýst um að Sindri, sem ekki á aðild að neinu skráðu trú- eða lífskoðunarfélagi, telur að fyrirkomulagið um að ríkið noti tekjuskatt, innheimtan meðal annars af honum sjálfum, til að greiða sóknargjöld þessara félaga brjóti í bága við ákvæði stjórnarskrá og sé í andstöðui við mannréttindareglur. „Þetta leiðir til þess að þeim sem hvorki tilheyra Þjóðkirkjunni né öðrum trú- eða lífsskoðunarfélögum er mismunað,“ segir Sindri.

Að hans mati getur það ekki staðist lög að allir greiði með þessum hætti félagsgjöld fyrir aðild að slíkum félögum án tillit til þess hvort að þeir séu skráðir í þau eða ekki.

Málið verður þingfest fimmtudaginn 27.október
Undirrituð stefna Málið verður þingfest fimmtudaginn 27.október

„Ég veit til þess að einhverjir hafi leitað til umboðsmanns Alþingis vegna sambærilegra mála en ekki haft erindi sem erfiði. Þetta er hinsvegar í fyrsta sinn sem reynt er á málið fyrir dómstólum, segir Sindri. Málið verður þingfest fimmtudaginn 27.október í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Færsla Sindra:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi