fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Önnur kæra lítur dagsins ljós: „Hún er búin að loka sig af og grúfir sig bara ofan í sængina“

Stúlka á grunnskólaaldri hefur lagt fram kæru gegn Eiríki Fannari Traustasyni

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 21. október 2016 10:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stúlka á grunnskólaaldri hefur lagt fram kæru gegn Eiríki Fannari Traustasyni, sem var dæmdur í fimm ára fangelsi í byrjun sumars fyrir hrottalega nauðgun í Hrísey sumarið 2015. Aðstandendur stúlkunnar sem og hún sjálf eru niðurbrotin vegna þess að Eiríkur Fannar gengur laus en honum var í lok september veitt tímabundið leyfi frá afplánun af mannúðarástæðum.

Kærði í sumar

Engum, og þar á meðal Arnbjörgu Sigurðardóttur, réttargæslumanni stúlkunnar og konunnar sem Eiríkur var sakfelldur fyrir að hafa nauðgað, var tilkynnt sérstaklega um að Eiríkur væri kominn tímabundið á götuna.

Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, segir að Fangelsismálastofnun beri engin lagaleg skylda til að tilkynna hvort einstaka fangar séu í leyfi.

Stúlkan kærði Eirík Fannar fyrir kynferðisbrot. Þá hefur komið fram að meint brot hafi átt sér stað í Hrísey árið 2015.

Málið er nú á borði héraðssaksóknara Reykjavíkur en stúlkan kærði málið í sumar hjá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra.

Barnavernd og Barnahús hafa sömuleiðis komið að málinu. Rannsókn málsins er lokið og nú bíða stúlkan og fjölskylda hennar eftir fregnum þess efnis hvort formleg ákæra verði gefin út í málinu.

Tók fréttunum illa

Náinn aðstandandi stúlkunnar segir í samtali við DV að meint brot hafi falið í sér að stúlkan hafi verið misnotuð kynferðislega yfir nokkurra mánaða tímabil fyrri hluta árs 2015.

Hún hafi tekið fréttunum um að Eiríkur Fannar gangi laus mjög illa og þau eigi erfitt með að skilja af hverju hann hafi yfirhöfuð fengið leyfi.

„Hún er búin að loka sig af og grúfir sig bara ofan í sængina. Þetta var mikið áfall fyrir okkur öll.“

Alvarleg veikindi

Líkt og áður hefur komið fram hefur það vakið töluverða undrun og reiði meðal almennings að Eiríkur Fannar gangi laus.

Líkt og áður hefur komið fram er ástæða leyfisins alvarleg veikindi í fjölskyldu Eiríks en hann eignaðist nýverið tvíbura, sem fæddust töluvert fyrir tímann, en annar drengurinn hefur verið lífshættulega veikur frá fæðingu en báðir dvelja á vökudeild Landspítalans við Hringbraut.

Í 61.gr laga um fullnustu refsinga kemur meðal annars fram að forstöðumaður fangelsis geti að fengnu samþykki Fangelsismálastofnunar veitt fanga skammtímaleyfi til dvalar utan fangelsis í þeim tilgangi að heimsækja náinn ættingja eða annan nákominn í fjölskyldu fanga sem er alvarlega sjúkur að fengnu samþykki viðkomandi eða hans nánasta aðstandanda

Einnig getur fangi fengið leyfi til að vera viðstaddur fæðingu, skírn eða fermingu barns síns eða til að gæta sérstaklega brýnna persónulegra hagsmuna sinna.

Jafnframt kemur fram að slíkt leyfi skuli vera átta klukkustundir að hámarki, en lengja megi þann tíma ef sérstækar aðstæður séu fyrir hendi. Þó skulu skammtímaleyfi aldrei vera lengri en nauðsyn krefur.

Ekki náðist í Pál Winkel fangelsismálastjóra við vinnslu fréttarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Uppfært

DV hefur fyrir því heimildir að Eiríkur Fannar hafi ekki fengið skammtímaleyfi frá fangelsisvist sinni heldur sé hann í hléi frá afplánun. Í 19. grein laga um fullnustu refsinga er fjallað um hlé á afplánun. Þar segir að afplánun skuli vera samfelld. Þó sé heimilt að gera hlé á afplánun ef mjög sérstakar ástæður mæli með því. Hlé á afplánun skal bundið skilyrði um að aðili gerist ekki brotlegur meðan á því stendur og heimilt er að setja frekari skilyrði fyrir hléi á afplánun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi