fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ófærð vann Prix Europa: „Meiriháttar afrek fyrir íslenska kvikmyndagerð“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 21. október 2016 18:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ófærð var rétt í þessu að vinna Prix Europa verðlaunin sem besta leika þáttaröðin í Evrópu árið 2016. Skarphéðinn Guðmundsson greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Þáttaröðin Ófærð fangaði athygli þjóðarinnar og áhorf var mikið og fylgdust nær allir Íslendingar með og veltu vöngum yfir hver hinn kaldrifjaði morðingi væri sem hélt íbúum í bænum í heljargreipum.

Skarphéðinn segir um þennan mikla heiður:

„Þvílíkur heiður að fá að veita verðlaununum viðtöku hér í Berlín. Ekki hvað síst vegna þess að hinar tilnefndu seríurnar eru hver annarri betri.

Til hamingju aðstandendur Ófærðar og félagar á RÚV. Meiriháttar afrek hjá Balta, Magga Viðari, Sigurjóni, hinum leikstjórunum og co hjá RVK STUDIOS og meiriháttar afrek fyrir íslenska kvikmyndagerð og íslenskt sjónvarp! Áfram við!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis