fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Fjögurra manna fjölskylda greiðir 150 þúsund krónur fyrir innanlandsflug

„Orðinn helber lúxus sem fáir veita sér“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 20. október 2016 21:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er orðinn helber lúxus sem fáir veita sér nema ef einhver annar er tilbúinn að borga, oftast atvinnurekandi eða sjúkratryggingar,“ segir Unnar Erlingsson íbúi á Egilstöðum í pistli sem birtist á vef Austurfréttar. Hann segir fjölskyldu sína hætta að nýta sér þjónustu Flugfélags Íslands þar sem verðið sé komið yfir öll velsæmismörk.

Unnar bendir á að fjölskylda hans hafi aldrei komið í heimsókn með flugi í þau 11 ár sem hann hefur verið búsettur á austurlandi, heldur kjósi frekar að sitja í bíl í 18 klukkutíma.

„Hin hliðin á þeirri staðreynd, og það sem flestum þykir eðlileg skýring, er að þau vilja frekar fljúga eitthvað út í heim fyrir sama pening. Jafnvel dvelja á Spáni í vikutíma á hóteli með flugi fyrir sömu upphæð. Það er eitthvað mjög bogið við þetta.“

Unnar kveðst einnig fyrir þessari miklu verðlagningu sem atvinnurekandi, en sökum kostnaðarins við flugsamgöngur reynist erfitt að fá fólk í vinnu.

„Fjarlægðin er nefnilega ekki bara um 1300 kílómetrar, heldur miklu frekar þær 50 þúsund krónur sem það kostar einstakling, eða um 150 þúsund krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu, að skreppa til Reykjavíkur.

Nú eða tveir vinnudagar í akstri sem bætast við eldsneytis og rekstrarkostnað bifreiðar,“

ritar Unnar jafnframt og bendir á að á meðan á tugum milljarða sé varið í uppbyggingu Keflavíkurflugvallar, sem síðan skilar sér í auknu framboði og lægra verði á erlendum flugleiðum, þá þurfi einstaklingar oft að borga helmingi fyrir flug til Reykjavíkur heldur en til útlanda.

Hér má lesa pistil Unnar í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi