fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Eiríkur Fannar grunaður um aðra nauðgun

Stúlka á grunnskólaaldri kærir Eirík Fannar fyrir ítrekuð brot

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 20. október 2016 16:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stúlka á grunnskólaaldri hefur lagt fram kæru gegn Eiríki Fannari Traustasyni, sem var dæmdur í fimm ára fangelsi í byrjun sumars fyrir hrottalega nauðgun í Hrísey sumarið 2015.

Ítrekuð kynferðisbrot

Stúlkan, sem er fædd árið 2001, kærði Eirík Fannar fyrir kynferðisbrot. Meint brot áttu sér stað yfir nokkurra mánaða tímabil árið 2015. Á vef RÚV segir að meint brot Eiríks Fannars gegn stúlkunni hafi einnig átt sér stað í Hrísey.

Málið er nú á borði héraðssaksóknara Reykjavíkur en stúlkan kærði málið hjá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra í sumar. Barnavernd og Barnahús hafa sömuleiðis komið að málinu. Ekki liggur enn fyrir hvort formleg ákæra verður gefin út í málinu.

Alvarleg veikindi

Það vakti mikla athygli í gær þegar það spurðist út að Eiríkur Fannar hefði fengið tímabundið leyfi frá afplánun í mannúðarskyni og gangi nú laus án eftirlits. Ástæða leyfisins eru alvarleg veikindi í fjölskyldu Eiríks, líkt og fram kom í frétt DV um málið í gær.

Eiríkur og unnusta hans eignuðst tvíburadrengi í lok september. Drengirnir komu í heiminn 9 vikum fyrir tímann og var annar tvíburinn í bráðri lífshættu. Í byrjun þessa mánaðar var drengurinn búinn að braggast nokkuð og er nú úr lífshættu. Hefur fjölskyldan eytt öllum sínum tíma á vökudeild Landspítalans frá því að tvíburarnir komu í heiminn.

Arnbjörg Sigurðardóttir, skipaður réttargæslumaður stúlkunnar, vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Arnbjörg var einnig réttargæslumaður frönsku konunnar sem Eiríkur Fannar var dæmdur fyrir að hafa nauðgað árið 2015.

Ekki náðist samband við Fangelsismálastofnun við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“