fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Bjarni Ben illur og Karl kemur honum til varnar: Hjólar í Gunnar Smára, Illuga og Eirík Jónsson: „Skammist ykkar“

Takast á um Kastljósþátt gærkvöldsins- Ristjóri Herðubreiðar gagnrýnir kollega sína harðlega

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 20. október 2016 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Helga Jónsdóttir, eiginkona Sturlu [Pálssonar], er náfrænka Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, þau eru systkinabörn. Móðir hennar, og tengdamóðir Sturlu, er Guðrún Sveinsdóttir systir Benedikts Sveinssonar föður Bjarna Ben formanns Sjálfstæðisflokksins,“ skrifaði Eiríkur Jónsson á vef sinn eirikurjonsson.is í gær. Sagði Eiríkur það hafa vantað í Kastljósþáttinn að fjalla um þessi tengsl þar sem fram kom að Sturla, starfsmaður Seðlabankans hefði rétt fyrir hrun spjallað við eiginkonu sína um væntanlegt fall bankanna.

Kastljós fjallaði í gær um þegar Geir H. Haarde forsætisráðherra ræddi við Davíð Oddsson seðlabankastjóra símleiðis um lánið umdeilda sem Seðlabanki Íslands hafði ákveðið að veita Kaupþingi þann 6. október 2008. Frumvarp að neyðarlögunum var lögfest um kvöldið og nokkrum dögum síðar féll bankinn.

Sagði Eiríkur þetta einnig í umfjöllun sinni um Kastljósþáttinn.

Mynd: Mynd DV

„Hér er því ekki haldið fram að Helga, eiginkona Sturlu, hafi sagt frændfólki sínu af Engeyjarættinni frá því hvað væri í vændum innan sólarhrings. En hún hefði getað gert það og þarna var mikið undir hjá einni voldugustu ætt landsins. Tengdaforeldrar Sturlu, Guðrún Sveinsdóttir lögfræðingur og Jón B. Stefánsson verkfræðingur, reka ferðaþjónustu fyrir austan sem vel er af látið, Silfurberg í Breiðdal, og Helga dóttir þeirra og Bjarni Ben voru saman í lögfræðinni í Háskóla Íslands á sínum tíma. Nú eru Helga og Bjarni nágrannar á Flötunum í Garðabæ.“

Fékk þessi umfjöllun Eiríks mikla dreifingu á samfélagsmiðlum. Tók Gunnar Smári Egilsson ritstjóri Fréttatímans í svipaðan streng á Facebook. Þá sagði Illugi Jökulsson um pistil Eiríks:

„Alltaf dúkkar Bjarni Benediktsson upp þegar monkí bissniss er annars vegar. Dæmalaus óheppni alltaf.“

Karl ósáttur

Karl Th. Birgisson ritstjóri Herðubreiðar er allt annað en sáttur og gagnrýnir þremenningana harðlega á Herðubreið. „þeir ættu að biðjast afsökunar sirka núna,“ segir Karl. Þá segir Ólafur Teitur Guðnason fyrrverandi fjölmiðlamaður að hann hafi ekki áttað sig á umfjöllun Kastljós fyrr en hann sá útleggingar Gunnars Smára og Eiríks. Sagði Ólafur Teitur þetta á Facebook:

„Ætli dylgjur þeirra félaga hafi ekki verið stóra agendan frá byrjun, hjá þeim sem ákvað að leka þessum gögnum frá sérstökum saksóknara, maður gæti vel ímyndað sér það. Enda vandséð að annað í þættinum varpaði nýju ljósi á nokkurn hlut að heitið geti, sem sást vel á því að aðrir netmiðlar voru alls ekki sammála um hvað væri fréttin í þessu. Ansi finnst mér þetta nú ómerkilegt. – Og tímasetningin að sjálfsögðu algjör tilviljun.“

Svaraði Karl Th. Birgisson þessu á þá leið að fréttirnar væru tvær. Davíð hefði vísvitandi hljóðritað samtalið þvert á það sem hann hefur haldið fram og að lánið hefði verið tapað fyrirfram.

„Hvar Bjarni Benediktsson kemur inn í hann er mér að vísu fyrirmunað að skilja, en hver hefur sinn smekk í því,“ sagði Karl en birti svo ítarleg skrif á Herðubreið þar sem hann hjólar í Gunnar Smára, Illuga og Eirík. Þar sagði hann þá birta dylgjur um hvernig Bjarni Benediktsson tengdist leka á upplýsingum haustið 2008 úr Seðlabankanum.

Fyrirvari Eiríks

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Í frétt Eiríks kom fram að eiginkona Sturlu og Bjarni Benediktsson eru systkinabörn. Segir Karl að Eiríkur hafi þó séð sóma sinn í því að setja fyrirvara um að ekki væri haldið fram að Helga hefði lekið upplýsingum til frændfólks í Engeyjarættinni. Gunnar Smári og Illugi hafi ekki haft slíka fyrirvara. Það skal þó tekið fram hér af blaðamanni að Facebooksíður Illuga og Gunnars Smára eru ekki fjölmiðlar en í færslu Gunnars Smári sagði hann:

„Engey er víða. Áður en neyðarlögin voru sett hringdi Sturla Pálsson, hagfræðingur í Seðlabankanum, í konu sína, Helgu Jónsdóttir, eins og fram kom í Kastljósi, og upplýsti um yfirvofandi aðgerðir bankans. Helga er dóttir Guðrúnar Sveinsdóttur, systur þeirra Einars og Benedikts Sveinssonar, stórtækra fjárfesta. Benedikt er faðir Bjarna, sem nú er fjármálaráðherra. Hann og Helga eru systkinabörn. Áður en neyðarlögin voru sett fengu Engeyingar því viðvörun og svigrúm til að bjarga sínu. Algjörir snillingar.“

Segir Karl Th. að þessi málflutningur sé með ólíkindum.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Getur ritstjóri Fréttatímans fundið því stað með einhverjum hætti, að ´Engeyingar´ hafi fengið viðvörun vegna þess sem Sturla sagði við eiginkonu sína? Veit ritstjóri Fréttatímans til þess að ´Engeyingar´ séu svo samheldinn og samansúrraður hópur, að þar bresti á með fjöldasímtölum ef einhver fréttir eitthvað sem einhverjum kynni að þykja forvitnilegt eða gagnlegt?“ spyr Karl Th. og bætir við:

„Eru Engeyingar jafnvel með facebook-síðu þar sem þeir skiptast á innherjaupplýsingum?“

Þá veltir Karl Th. því upp hvort Gunnar Smári hafi aðgang að símtalaskrá Engeyjarættarinnar til að geta varað þau við. Segir Karl þá dylgja hróðugir um Bjarna en hafi engar sannanir.

„Ætli finnist aðrir tveir fjölmiðlamenn sem hneykslast jafnmikið á því daglangt hversu óvönduð íslensk umræða er, rangt farið með staðreyndir, dylgjað, bullað og snúið út úr, og hversu slæm áhrif slík hegðun hefur á samfélagið og lýðræðið?“ segir Karl og og heldur áfram:

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Hvað kemur þeim til þess arna sjálfum? Er kannski allt í lagi að skálda upp og birta sem staðreyndir hugdettur um einstakling af því að hann heitir Bjarni Benediktsson? Hver sem skýringin er, þá er framkoman óboðleg ef við eigum einhvern tímann að komast upp úr sóða- og slóðahugsun. Og þeir ættu að biðjast afsökunar sirka núna.“

Bjarni tjáir sig

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var í dag í viðtali við Reykjavík síðdegis og sagði skrif Eiríks ógeðsleg.

„Mér finnst ógeðslegt að sjá þessi skrif og það hvernig fólk horfir á hlutina og reynir að toga þá í einhverjum pólitískum tilgangi. […] Þetta er bara ógeðslegt, ég get ekki annað sagt.“

Segir Bjarni augljóst að setið hafi verið á upplýsingunum og þeim plantað í miðja kosningabaráttuna í þeim tilgangi að rugla menn í ríminu „og setja anda hrunsins yfir síðustu daga fyrir kosningar.“

Þá sagði Bjarni einnig:

„Mér fannst gefið í skyn í þessum þætti og ég heyri og sé kunnugleg andlit vinstri manna spretta fram eftir þennan þátt menn eins og Björn Valur Gíslason, einn aðalmaðurinn í Landsdómsákærumálinu sem er ein mesta skömm okkar Íslendinga á eftirhrunsárunum og segja nú þurfi að rannsaka og skoða og eflaust þarf að saksækja og ákæra.“

„Þetta vekur allt með manni óhug og óbragð. Það er ekkert í þessu máli sem hefur ekki verið skoðað í bak og fyrir. Hafi einhvers staðar verið ástæða til að taka málin á næsta stig þá hefur það verið gert og engin ástæða til að velta fyrir sér á nokkurn hátt að þessi átta ára gömlu mál séu enn óskoðuð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work
Fréttir
Í gær

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Í gær

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“