fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Bannað að vera með símana

Öryggisráðstöfun vegna íkveikjuhættu

Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 17. október 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með sunnudeginum verður farþegum, sem fljúga með erlendu flugfélögunum Qantas Jetstar, Tigerair og Virgin Australia, meinað um að hafa með sér Samsung Galaxy Note 7 síma um borð. Ástæðan er möguleg íkveikjuhætta. Borið hefur á að kvikni í rafhlöðum Galaxy Note 7 og hefur framleiðandi símanna kallað inn um 2,5 milljónir símtækja. Þessu greinir fréttaveita The Guardian frá á vefsíðu sinni.

Mynd: Reuters

Þá verður algerlega bannað að fara með símana um borð í allar vélar flugfélaganna, hvort sem slökkt er á símanum eða honum pakkað niður í handfarangur. Áður leyfðu flugfélögin símana um borð, væri slökkt á þeim. Öryggisráð flugfélaganna íhugar að leggja blátt bann við símunum fyrir öll flugfélög í Ástralíu. Peter Gibson, talsmaður ráðsins segir: „Ef við þurfum að aðhafast frekar um þetta mál þá munum við gera það, en að svo stöddu höfum við ekki enn bannað þá algerlega.“

Á föstudaginn gaf ferðamálastofnun Bandaríkjanna út neyðarbann gegn Galaxy Note 7 í öllum flugum til og frá landinu. „Bannið á við um öll símtæki hvort sem er í handfarangri eða innrituðum farangri,“ greinir Quantas frá. „Notkun Samsung Galaxy Note 7 er nú stranglega bönnuð í öllum flugum Virgin Australia og Tigerair Australia og algera bannið sem tilkynnt var í dag er auka neyðarúrræði,“ segir Virgin Australia.

Á þriðjudag tilkynnti Samsung að fyrirtækið hygðist hætta framleiðslu á Note 7, eftir að uppfærðar útgáfur af símunum ofhitnuðu einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga