fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Seldi bréf í lokuðu ferli

– Akureyrarbær gagnrýndur fyrir sölu á bréfum í Tækifæri

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. október 2016 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Akureyrarbær seldi 16,3 prósenta hlut sinn í fjárfestingarfélaginu Tækifæri hf. til fjárfestingarfélagsins KEA svf. í lokuðu söluferli fyrr á þessu ári. Sveitarfélagið fékk 120 milljónir fyrir bréfin og sakar Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi A-listans, bæjarráð um dómgreindarleysi og spillingu.

Sigurður gagnrýndi ákvörðunina í Facebook-pistli síðasta föstudag. Benti hann þar á að bókfært virði hlutarins var 144 milljónir og að Tækifæri hefði skilað 384 milljóna króna hagnaði árið 2015. Verðmætasta eign félagsins er 41% prósents hlutur í Baðfélagi Mývatnssveitar sem rekur Jarðböðin við Mývatn. Þau voru rekin með 238 milljóna hagnaði í fyrra.

Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar og L-lista á Akureyri höfnuðu ásökunum Sigurðar í yfirlýsingu á föstudagskvöld. Málið verður tekið fyrir í bæjarráði á fimmtudag en líkt og kom fram í frétt RÚV í gær, mánudag, var salan færð í trúnaðarbók bæjarráðs. Óskað hefur verið eftir að endurskoðandi bæjarins fari yfir málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala