fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Dregið hefur úr skjálftavirkni við Kötlu

„Við fylgjumst grannt með því hvernig þetta þróast“

Kristín Clausen
Laugardaginn 1. október 2016 10:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsvert hefur dregið úr skjálftavirkni við Kötlu í nótt. Frá miðnætti hafa einungis mælst 23 skjálftar, sem hafa komið sjálfvirkt inn á mæla Veðurstofu Íslands, mælst á svæðinu.

Sex skjálftar urðu á hálftíma tímabili um klukkan eitt í nótt. Stærsti skjálftinn það sem af er degi, var af stærðinni 2,7 en hann varð klukkan rétt rúmlega þrjú í nótt.

„Þetta er búið að róast heilmikið og líkt og áður er enginn gosórói mælanlegur.“ Þetta segir Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við DV í morgun.

Líkt og áður segir hafa aðeins mælst um 23 skjálftar í nótt og í morgun en í gær voru þeir rúmlega 200.

„Þetta hefur komið í kviðum. Síðasta stóra kviðan var í hádeginu í gær en í framhaldinu var ákveðið að færa litakóða fyrir flugumferð á gult sem þýðir að mikil virkni sé í eldstöðinni. Þá ákvað vísindaráð að setja óvissuástand fyrir svæðið. Þetta er enn í fullu gildi,“ segir Hulda Rós.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort og þá hvenær dregið verði úr varúðarráðstöfunum á svæðinu umhverfis Kötlu.

Hulda segir að það verði metið um helgina og líklega muni vísindaráð sem og sérfræðingar Veðurstofunnar funda aftur á mánudaginn.

„Við ætlum að sjá hvort það komi eitthvað meira og fylgjumst grannt með hvernig þetta þróast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus