Fréttir

Hvað hefði Kristur sagt?

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 7. október 2016 07:00

Það er varasamt að taka of mikið mark á skoðanakönnunum um fylgi flokka því ljóst er að fylgið er á stöðugri hreyfingu. Það virðist þó blessunarlega lítil fylgishreyfing til Íslensku þjóðfylkingarinnar sem er með 2–3 prósenta fylgi samkvæmt skoðanakönnunum og ekki á uppleið. Ekkert bendir til þess að fylgisaukning verði á skömmum tíma svo mikil að flokkurinn nái mönnum á þing. Það eru góð tíðindi. Það eru líka góð tíðindi að talsmenn og forsvarsmenn flokkanna sem eiga sæti á Alþingi, auk Viðreisnar, hafna öllu samstarfi við Þjóðfylkinguna. Um það voru þeir afdráttarlausir í nýlegri úttekt DV. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, var einna varfærnastur þeirra leiðtoga sem talað var við en talaði skýrt þegar hann sagði: „Mér finnst að á sumum sviðum séu þeir með algjörlega óásættanlega nálgun.“ Allir vita hvað hann á við. Hin megna og stjórnlausa andúð Íslensku þjóðfylkingarinnar á múslimum hefur ekki farið leynt.

Fylgismönnum Íslensku þjóðfylkingarinnar er meinilla við að múslimar fái að iðka trú sína og vilja banna byggingu moska. Af þessu verður ekki annað ætlað en að trúfrelsi sé ekki í hávegum haft meðal flokksmanna. Flokkurinn vill mjög herta innflytjendalöggjöf og hefur gríðarlegar áhyggjur af því að verið sé að opna landið fyrir flóttamönnum og þá sérstaklega múslimum. Á sama tíma styður flokkurinn kristin gildi og viðhorf – sem er stórmerkilegt. Spyrja má: Hvernig er hægt að styðja kristin gildi og viðhorf ef ekkert pláss er fyrir náungakærleik? Er það ekki einmitt í kristilegum kærleiksanda að veita fólki í neyð aðstoð og skjól? Hvað hefði Kristur sagt?

Fram að þessu hefur Íslenska þjóðfylkingin að mestu talað fyrir daufum eyrum. Það gæti breyst í náinni framtíð. Það er að minnsta kosti skoðun Eiríks Bergmanns Einarssonar stjórnmálafræðiprófessors, sem segir að það kæmi sér ekki á óvart ef flokkurinn næði mönnum á þing. Hann tekur þó fram að ein af meginforsendum þess að flokkar eins og Þjóðfylkingin nái flugi sé að þeir hafi leiðtoga með persónutöfra og útgeislun. Íslenska þjóðfylkingin á engan slíkan leiðtoga og mun örugglega ekki finna hann á þeim fáu vikum sem eru til kosninga. En hún mun halda áfram að leita og kannski finna.

Íslenska þjóðfylkingin mun sprikla og stunda sinn hatursáróður, hver sem úrslit kosninga verða. Þá er mikilvægt að talsmenn og forsvarsmenn annarra flokka gefi hvergi eftir heldur standi fastir á því prinsippi að eiga ekki samstarf við flokk sem kennir sig við útlendingaandúð og virðist fjarska stoltur af því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
í gær

Sigurður var dæmdur fyrir tilefnislausa árás á fanga: „Ég viðurkenni það fúslega að mér urðu á mistök sem ég hef þurft að borga dýru verði“

Sigurður var dæmdur fyrir tilefnislausa árás á fanga: „Ég viðurkenni það fúslega að mér urðu á mistök sem ég hef þurft að borga dýru verði“
Fréttir
í gær

Pétur lokar veginum fyrir „athyglissjúku hyski“ – „Ég er bara búinn að fá upp í háls af helvítis hyski“

Pétur lokar veginum fyrir „athyglissjúku hyski“ – „Ég er bara búinn að fá upp í háls af helvítis hyski“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband – Þuklað á fréttakonu og kysst í beinni útsendingu frá HM: „Við eigum þetta ekki skilið“

Myndband – Þuklað á fréttakonu og kysst í beinni útsendingu frá HM: „Við eigum þetta ekki skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm íslenskir lögreglumenn sendir á HM – Sýna frá störfum sínum á Instagram

Fimm íslenskir lögreglumenn sendir á HM – Sýna frá störfum sínum á Instagram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir þolanda Róbert Downey hvetur til sniðgöngu á HM vörum

Móðir þolanda Róbert Downey hvetur til sniðgöngu á HM vörum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bergvin segir börn ekki þrifin í Vatnaskógi: „Hvað ef börnin missa þvag eða það koma bremsuför?“

Bergvin segir börn ekki þrifin í Vatnaskógi: „Hvað ef börnin missa þvag eða það koma bremsuför?“