fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Læstur í heitri sturtu í tvo tíma

Krufningarskýrsla Darrens Rainey gerir allt vitlaust

Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. janúar 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstaða líkskoðunar á fanganum Darren Rainey, sem sat inni fyrir vörslu kókaíns, er að slys hafi orðið til þess að hann lét lífið í Miami-Dade-fangelsinu í Bandaríkjunum. Raunin er sú að Rainey var læstur inni í sjóðheitri sturtu í tvær klukkustundir – þrátt fyrir að hann hafi beðist vægðar og öskrað af lífs- og sálarkröftum. Tilraunir til endurlífgunar báru engan árangur en húð hans var orðin laus á líkamanum vegna hitans.

Í krufningarskýrslu, útgefinni af fangelsinu, segir að dánarörsok mannsins, sem glímdi við andleg veikindi og lést árið 2012, hafi verið sambland af geðrofi, hjartasjúkdómi og innilokun [e.confinment]. Frá þessu greinir Miami Herald.

Vatnið í sturtunni var að sögn 39 gráðu heitt og yfirstjórn fangelsisins fullyrðir að aldrei hafi staðið til að vinna manninum mein, þó að honum hafi verið haldið undir rennandi vatninu í tvær klukkustundir. Þeir segja að í aðdraganda sturtunnar hafi hann haft hægðir á gólf fangaklefans.

Skýrslan kom út í vikunni en hefur ekki verið gerð opinber þar sem yfirstandandi er sakamálarannsókn vegna dauða Reineys. Málið hefur vakið hörð viðbrögð vestanhafs og talað er um að það geti orðið til þess að gangskör verði gerð í meðferð á föngum í fangelsum Florida-fylkis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“

Tryggvi segir málið með ólíkindum – „Ég á það, ég má það“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“

Ófögur sjón mætti Kristjáni í gærkvöldi: „Maðurinn sem gerði þetta er í haldi lögreglunnar“
Fréttir
Í gær

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða
Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“
Fréttir
Í gær

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips