fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Vilja svör um tiltal vegna hatursfullra ummæla borgarstarfsmanna

Varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. janúar 2016 14:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfullfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram fyrirspurn í átta liðum á fundi mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar í morgun vegna tiltals starfsmanna borgarinnar þar sem þeir eiga að hafa farið offari í umræðunni.

Hildur leggur fram fyrirspurnina vegna viðtals við Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, við RÚV, þar sem hún sagði meðal annars: „Það hefur komið fyrir að það hefur þurft að veita starfsmönnum okkar, eins og annarra eflaust, ákveðið tiltal vegna þess að menn hafa kannski farið offari í umræðunni.“

Í fyrirspurninni segir að í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar komi fram að Reykjavíkurborg líði ekki hatursorðræðu af hálfu starfsfólks, enda sé hatursorðræða brot á almennum hegningarlögum.

Spurningarnar sem um ræðir hljóða svona:

  1. Hvað var lagt til grundvallar við matið þegar metið var að ummælin væru hatursorðræða, og er það mat í samræmi við viðmið landsréttar þar um?

  2. Hver mat að ummælin væru hatursorðræða og hverjar eru valdheimildir þess sem metur fyrir hönd borgarinnar hvort að tjáning starfsmanna teljist hatursorðræða?

  3. Voru ummælin viðhöfð á vinnutíma og/eða á vettvangi borgarinnar?

  4. Á hvaða forsendum var það metið sem svo að ummælin væru opinber?

  5. Eru á vettvangi borgarinnar skýr fyrirmæli um hvað teljist hatursorðræða?

  6. Fá starfsmenn borgarinnar fyrirfram fræðslu um hvað sé metið sem hatursorðræða?

  7. Hverjar eru afleiðingar fyrir stöðu eða starf starfsmanna borgarinnar eftir að þeir hafa verið uppvísir að hatursorðræðu?

  8. Kemur borgin upplýsingum um hatursorðræðu starfsmanna til lögreglu?

Í samtali við DV segir Hildur að hún hafi viljað leggja fram þessa fyrirspurn til þess að koma í veg fyrir ólögmæta skerðingu á tjáningarfrelsi borgarstarfsmanna.

„Við vildum leggja fram þessa sjálfsögðu fyrirspurn því skýr og opinská umræða um þetta mál er mikilvæg svo viðmið og verklag sé skýrt og í samræmi við lög svo að borgin gerist ekki brotleg vegna ólögmætrar skerðingar á tjáningarfrelsi borgarstarfsmanna,“ segir Hildur að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rúmlega 100 sýnendur taka þátt á Verk og vit

Rúmlega 100 sýnendur taka þátt á Verk og vit
Fréttir
Í gær

Umboðsmaður barna á móti frumvarpi um hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs – Ekkert samráð við börnin sjálf

Umboðsmaður barna á móti frumvarpi um hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs – Ekkert samráð við börnin sjálf