fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Tilfinningahlaðin heimkoma: Þakka íslensku þjóðinni fyrir stuðninginn

Það var tilfinningarík stund þegar albönsku fjölskyldurnar komu aftur til landsins – Kastriot segir Hermann Ragnarsson hafa bjargað lífi sonar síns

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. janúar 2016 18:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vil bara þakka þjóðinni fyrir, og öllu Íslandi, þetta er ólýsanlegt,“ sagði Kastriot Pepaj, en fjölskylda hans ásamt fjölskyldu Pllum Lalaj, sem á hjartveikan son, komu til landsins í dag eftir að hafa verið vísað úr landi af Útlendingastofnun fyrir rúmum mánuði síðan. Eins og kunnugt er þá ákvað allsherjarnefnd að veita fjölskyldunum ríkisborgararétt eftir að mikil reiði kviknaði í samfélaginu vegna brottvísunar albönsku fjölskyldnanna.

+Það er óhætt að fullyrða að andrúmsloftið var tilfinningaþrungið þegar fjölskyldurnar gengu í flasið á fréttamönnum og hópi fólks sem hefur aðstoðað fjölskyldurnar við að koma heim. Þar er fremstu í flokki Hermann Ragnarsson, vinnuveitandi Kastriot, sem hefur lagt við dag og nótt við að koma fjölskyldunum heim.

Kastriot og fjölskylda stilltu sér upp fyrir framan myndavélar sjónvarpsfréttamanna og tárin láku niður kinnarnar þegar þau sögðu frá því með aðstoð túlks hversu þakklát þau væru.

Nýir Íslendingar stilltu sér upp fyrir myndavélina.
Magnað augnablik Nýir Íslendingar stilltu sér upp fyrir myndavélina.

Kastriot segist aldrei hafa búist við slíkum stuðningi, sem virðist hafa komið honum á óvart, en það var DV sem fjallaði fyrst um mál fjölskyldunnar. Það voru þó fréttir Stundarinnar af því hvernig staðið var að brottflutningi fjölskyldnanna í skjóli nætur sem fylltu mælinn hjá þjóðinni, dramatísk mynd af yngsta syni Kastriot, Kevin, þar sem hann stóð bjarglaus í anddyri íbúðar í Hlíðunum, hreyfði við fjölmörgum sem varð til þess að þrýstingur var settur á alþingi og útlendingastofnun um að endurskoða ákvörðunina um að vísa þeim úr landi.

Kastriot þakkaði þó einum manni sérstaklega: „Það sem Hermann gerði fyrir mig, er eitthvað sem ég hefði aldrei búist við. Hann bjargaði lífi sonar míns.“

Blaðamaður DV náði einnig tali af Pllum Lalaj og spurði hann einfaldrar spurningar; hvað er það fyrsta sem þú munt gera þegar þú ert kominn til landsins?

Svarið var einfalt: Ég ætla að fara að vinna.

Kevin er með kvef en hefur það ágætt að sögn móður hans, Xhuliu.
Xhulia og Kevin Kevin er með kvef en hefur það ágætt að sögn móður hans, Xhuliu.

Hermann útvegaði Pllum vinnu í Reykjanesbæ þar sem hann vill búa ásamt fjölskyldu sinni. Kastriot og fjölskylda hyggst þó búa í miðborginni. Þá eru börnin komin inn á leikskóla að auki.

Fyrst um sinn munu fjölskyldurnar aftur á móti dvelja á hóteli í Reykjanesbæ.

Kevin hinsvegar fékk kvef í Albaníu, sem er slæmt fyrir slímseigjusjúkdóminn sem hann er með.

Móðir hans, Xhulia, sagði að hann væri ágætur nú, en það væri ljóst að hann þyrfti að fara til læknis á næstu dögum.
Eins og kunnugt er þá hefur mál fjölskyldnanna haft töluverðar afleiðingar, meðal annars hefur Umboðsmaður Alþingis óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun um það hversvegna fjölskyldunum var vísað úr landi og hvaða ákvarðanir lágu þar að baki.

Dv ræddi einnig við Hermann, sem var enn með tárin í augunum, en aðspurður hvernig honum liði svaraði hann: Mér líður æðislega. Smá grátur, en þetta er ólýsanlegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu