fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
FréttirLeiðari

Áherslur þjóðarinnar

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 20. september 2016 08:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki eru margar vikur til kosninga og kjósendur ættu því að vita hver helstu áherslumál flokkanna eru. Lítið ber þó á stefnumálum og það er eins og stjórnmálamennirnir hafi um annað að hugsa en að koma þeim á framfæri. Helstu fréttir sem kjósendur fá af flokkunum snúast um innanflokksátök og bræðravíg og með slæðast síðan stórskandalar eins og það að stjórnarandstaðan treysti sér ekki til að segja nei við búvörusamningnum, þrátt fyrir að hafa af krafti talað gegn honum. Svo eru nettir skandalar eins og sá að þingmenn Samfylkingar skrópi í þingsal þegar atkvæðagreiðslur eru á dagskrá. Kannski eru Samfylkingarþingmennirnir eins og Hamlet og eiga erfitt með að gera upp hug sinn eða kannski leiðist þeim bara í stjórnarandstöðu og nenna ekki að greiða atkvæði í málum sem þeir ráða engu um.

Nýlega birtust niðurstöður í skoðanakönnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu RÚV og sýnir að 45 prósent þátttakenda telja heilbrigðismálin mikilvægustu umfjöllunarefni fjölmiðla fyrir kosningar. Málefni aldraðra og öryrkja er í öðru sæti og húsnæðismálin í því þriðja. Þetta er áhugaverð niðurstaða og í takt við umræðu síðustu mánaða og missera. Stjórnmálamennirnir vita af áhuga almennings á heilbrigðismálum og munu því leggja áherslu á eflingu heilbrigðiskerfisins þegar þeir sjá sér fært að hella sér út í kosningabaráttuna. Sú áhersla er skynsamleg. Óhjákvæmilega munu þó vakna hjá kjósendum efasemdir um efndir, enda vantreystir þjóðin stjórnmálamönnum meira en flestum öðrum stéttum.

Það vekur athygli í skoðanakönnun Maskínu hversu lítill hluti kjósenda telur endurskoðun stjórnarskrárinnar vera mikilvægt mál. Hópur manna talar eins og það sé brennandi hagsmunamál fyrir þessa þjóð að stjórnarskránni verði gjörbreytt og jafnvel umbylt. Þjóðin virðist alls ekki vera á sama máli. Hún nennir ekki að gera stjórnarskrármálið að hitamáli. Sennilega hefur þjóðin þá skynsamlegu afstöðu að sjálfsagt sé að endurskoða stjórnarskrána án þess að umbylta henni.

Lítill sem enginn hljómgrunnur virðist svo vera fyrir aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Það kemur ekki á óvart. Áhersla Samfylkingarinnar og Viðreisnar á inngöngu í Evrópusambandið er slæm tímaskekkja. Allt hefur sinn tíma, sagði hinn vitri predikari. Staðan í Evrópusambandinu er þannig að best er fyrir okkur að sjá hver þróunin verður áður en við förum að stökkva til og banka á dyr í Brussel. Flokkar sem ætla sér að ræða um Evrópusambandið við kjósendur munu tala fyrir daufum eyrum. Innganga er ekki á dagskrá.

Stjórnmálamennirnir ættu ekki bara að kynna sér hvaða málaflokkar það eru sem þjóðinni finnst skipta mestu máli. Þeir verða einnig að átta sig á því hvaða málaflokkum þjóðin sýnir áhugaleysi og það á við um stjórnarskrármálið og aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis