fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Þess vegna er Íslenska Þjóðfylkingin á móti íslam

Horfa til Evrópu þegar kemur að stefnu um moskur – Fengið mörg skilaboð frá fólki

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 29. febrúar 2016 16:24

Horfa til Evrópu þegar kemur að stefnu um moskur - Fengið mörg skilaboð frá fólki

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við stofnuðum Facebook-síðuna á föstudeginum og þegar ég kíkti í morgun voru komin hátt í 400 manns á þá síðu. Ég hef fengið mikið af skilaboðum frá fólki sem segist hafa verið að bíða eftir flokki með svona stefnumál,“ segir Helgi Helgason, forsvarsmaður nýs íslensks stjórnmálaflokks, Íslensku Þjóðfylkingarinnar.

Vilja herta innflytjendalöggjöf

Óhætt er að segja að stofnun flokksins hafi vakið nokkra athygli um helgina, en markmið flokksins er að sameina „þjóðholla Íslendinga“ undir merkjum flokksins. Stefnumál flokksins eru meðal annars hert innflytjendalöggjöf auk þess sem flokkurinn hafnar hugmyndum um fjölmenningu hér á landi. Þá er flokkurinn alfarið á móti því að moskur verði reistar á Íslandi.

Stefnuskrá Íslensku Þjóðfylkingarinnar má sjá á Facebook-síðu hennar

Helgi var gestur Morgunútvarps Útvarps Sögu í morgun þar sem hann fór meðal annars yfir stefnumál flokksins. Helgi sagði í þættinum að viðbrögðin eftir að greint var frá stofnun flokksins hefðu komið honum á óvart, þá sérstaklega hversu mikil áhersla var lögð á stefnumál hans varðandi trú- og innflytjendamál. Sagði Helgi að flokkurinn hefði fleiri stefnumál og nefndi hann til að mynda áherslur í málefnum aldraðra og öryrkja. Í viðtalinu fór Helgi þó ekki í grafgötur með það að hann er á móti hugmyndafræði Íslam.

Horfa til Evrópu

Þegar hann var spurður hvers vegna hann teldi að stofnun flokksins hefði fengið jafn mikil viðbrögð og raun ber vitni, bæði jákvæð og neikvæð, sagði Helgi: „Við tökum fram að við séum ekki samþykk því að það séu reistar moskur á Íslandi.“
Þegar hann var spurður hvort það skjóti ekki skökku við að banna einu trúfélagi að reisa byggingu sína en leyfa svo einhverju öðru trúfélagi, til dæmis Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni eða Kaþólsku kirkjunni, það, sagði Helgi að það væri hans skoðun að ekkert rangt væri við það.

„Við erum sammála um það að það megi reisa kirkjur og við köstum fram þeirri stefnu að við
séum sammála um að ekki megi reisa moskur.“ Spurður hvers vegna moskur séu teknar sérstaklega út fyrir sviga, sagði Helgi:

„Það er sérstaklega vegna þess sem hefur verið að gerast á Norðurlöndunum eða hvernig þær hafa verið notaðar í Evrópu. Þið vitið að Frakkar eru búnir að loka mjög mörgum moskum,“ spurði Helgi þáttastjórnendur. Þegar Helga var bent á að það væri grundvallarmunur á því að loka einhverju þar sem ólögleg starfsemi fer fram og hinu að banna tilteknum hópi að reisa bænahús, sagði hann:

„Nei, sko er þetta bænahús?

Þáttastjórnandi: „Já.“

Helgi: „Ég get sagt þér það að mín andstaða við hugmyndafræði íslam kemur frá konu sem heitir Ayaan Hirsi Ali. Fyrst og fremst hef ég mínar skoðanir frá því sem hún hefur sagt. Og hún hefur sérstaklega tekið það fram að moskur í Evrópu séu einmitt notaðar til þess að grafa undan samfélagi Evrópumanna.“

Þáttastjórnandi: „Er þetta þá svona fyrirbyggjandi?“

Helgi: „Já, það má vera það, já, já. Þetta er bara skoðun sem við setjum fram og, eins og ég segi, við vitnum bara í það sem er að gerast í kringum okkur í Evrópu og það sem að hefur verið að gerast á Norðurlöndum. Eins og moskan í Grimshöj í Danmörku þar sem ímaninn kom opinberlega fram þegar Afganistanstríðið var og sagði að það væri réttmætt að Danir mættu sendar hermenn til Afganistan. Síðan varð hann uppvís að því að hvetja múslima til að fara til Afganistan og drepa danska hermenn. Hirsi Ali segir þetta einmitt, að moskur séu stjórnstöðvar og ég er með viðtal við hana sem birtist í Mogganum minnir mig þegar hún kom hingað til að kynna bók sína […]Þetta segir kona sem er alin upp í íslam og er í felum í í Bandaríkjunum í dag.“

Þáttastjórnendur bentu Helga svo á að tvö bænahús múslima væru á Íslandi. Aðspurður hvort banna ætti þessi bænahús sagði Helgi að líklega myndi flokkurinn ekki ganga svo langt.

„Ef einhver setur fram þá hugmynd þá er allt í lagi að ræða það. Við erum ekki endilega að setja fram þá hugmynd en erum aðallega að setja þetta fram gegn þeirri lóðaúthlutun sem að hefur verið,“ sagði Helgi.

Hér má hlusta á viðtalið við Helga í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga