Bjóða upp á lokaðan fund með lögfræðingi vegna framgöngu lögreglu

Skipuleggjendur Extreme Chill Festival ætla að kanna rétt sinn

Mynd frá tónleikum sem voru á hátíðinni fyrir nokkru.
Extreme Chill Festival Mynd frá tónleikum sem voru á hátíðinni fyrir nokkru.

Forsvarsmenn Extreme Chill hátíðarinnar segja á Facebook-síðu sinni að skipuleggjendur hátíðarinnar bjóði þeim sem hafa áhuga upp á lokaðan fund með lögfræðingi á morgun vegna leitar á gestum hátíðarinnar.

Hátíðargestir, skipuleggjendur og fleiri hafa gagnrýnt lögreglu harkalega fyrir framkomu þeirra á hátíðinni. Lögreglan leitaði skipulega á gestum og fundu fíkniefni á tæplega þrjátíu gestum.

Morgunblaðið lýsir framgöngu lögreglu nokkuð nöturlega í dag og er því lýst hvernig blaðamaður meðal annars má þola leit lögreglu. Þá er því haldið fram að gestir hafi verið teknir afsíðis á tjaldsvæðinu þar sem þeir voru meðal annars látnir klæða sig úr fötunum.

Lögreglan hefur hafnað því að hafa gengið of harkalega fram. Þeir segja almennt óánægju hjá þeim sem lögreglan hefur afskipti af. Þá bendir lögreglan á að engar kvartanir hafi borist vegna framgöngu lögreglu. Líklega mun það breytast á næstu dögum.

Orðrétt segir í orðsendingu skipuleggjenda Extreme Chill festival:

„Við verðum með lokaðan fund með lögfræðingi á morgun miðvikudag kl. 17.30 fyrir þá sem telja sig hafa orðið fyrir misbeitingu lögregluvalds á hátíðinni...endilega látið berast og sendið okkur skilaboð til að fá nánari staðsetningu fundar. - Tomorrow at 17.30 we will have a closed meeting with a lawyer for those of you who witnessed or were victims of police violence during the festival. Please msg.for detailed location of meeting.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.