Snjallúrið frá Apple í búðir í apríl

Kostar um 350 dollara - Fyrsta nýjungin frá Apple í fimm ár

Hægt verður að fá nýjasta tæki Apple í apríl
Apple-úr Hægt verður að fá nýjasta tæki Apple í apríl
Mynd: Skjáskot/CNN

Aðdáendur Apple-tækja mega búast við að geta keypt nýtt snjallúr frá bandaríska tæknirisanum í apríl. Forsvarsmenn fyrirtækisins munu í dag halda viðburð í Kaliforníu þar sem búist er við að úrið verði kynnt ásamt kostum þess.

Í frétt sem Reuters birti í dag segir að úrið sé fyrsta nýjung Apple í fimm ár eða síðan Ipad sett á markað 2010.

Beðið hefur verið eftir úrinu í nokkrun tíma og er mörgum spurningum um það enn ósvarað. Það sem er þó vitað er að úrið mun koma í að minnsta kosti þremur gerðum. Það verður með alla helstu kosti snjalltæka Apple á borð við Ipod og Ipad.

Sagt er að úrið muni kosta um 350 dollara til að byrja með.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.