Hægt að hlaða nýja Samsung Galaxy-símann án snúru

Samsung Galaxy S6 kynntur um helgina - Gerður úr samskonar málmi og flugvélar

Nýju símarnir frá Samsung.
Samsung Galaxy S6 Edge. Nýju símarnir frá Samsung.
Mynd: Reuters

Forsvarsmenn suður-kóreska tæknirisans Samsung kynntu á sunnudaginn nýjustu snjallsímanna frá fyrirtækinu, Samsung Galaxy S6 og Galaxy S6 edge.

Frá þessu er greint á fréttavef Reuters í dag.

Þar segir að Galaxy síminn hafi verið hannaður alveg upp á nýtt eftir að Samsung Galaxy S5 náði ekki nægilega góðum árangri og seldist mun minna en síminn sem kom frá Apple, helsta keppinaut Samsung á snjallsímamarkaðnum, á sama tíma.

Tvær útgáfur af símanum hafa verið sýndar. Ein er Galaxy S6 og hin er Galaxy S6 edge en sá síðarnefndi er allur straumlínulagaða og sem dæmi er skjárinn ekki flatur heldur boginn. Samsung hefur ákveðið að losa sig við allt plast og verða símarnir gerður úr samskonar málmi og flugvélar. Þeir hjá Samsung binda miklar vonir við þessar útlitsbreytingar.

Það er ekki bara útlitið sem hefur breyst. Sem dæmi um tækninýjungar má nefna að nýrri og betri myndavél hefur verið komið fyrir og ný rafhlaða sem hægt er að hlaða þráðlaust kemur í stað þeirra rafhlöðu sem áður hefur verið í Samsung-símunum.

Gert er ráð fyrir að símarnir fari í sölu 10. apríl og verði seldur í 20 löndum til að byrja með. Ekki er enn vitað hversu mikið hann eigi eftir að kosta.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.