Tvö dæmi um að staðgöngumæðrun var leynt við heimkomu

Útlendingastofnun hefur tvisvar haft afskipti af foreldrum sem reyndu að leyna uppruna barna sinna.

Indverskar konur ganga oft með börn fyrir borgun.
Staðgöngumæðrun Indverskar konur ganga oft með börn fyrir borgun.
Mynd: Reuters

Tvívegis hefur fólk reynt að leyna því að barn, sem þau komu með til landsins, hefðu verið getin af staðgöngumæðrum. Þetta kemur fram í Reykjavík vikublaði sem kom út í dag. Þar er vitnað í umsögn Útlendingastofnunnar um frumvarp um staðgöngumæðrun sem liggur fyrri á Alþingi en staðgöngumæðrun er ólögleg hér á landi.

Dæmi eru um að íslensk pör hafi farið til útlanda, þá helst Indlands, og fengið þarlenda konu til þess að ganga með barn fyrir sig gegn greiðslu. Mál sem slik eru afar flókin úrlausnar sé til litið til lögfræðlegra atriða og því hefur Alþingi óskað eftir umsögnum fjölmargra aðila við gerð frumvarpsins, sem er í vinnslu í velferðarráðuneytinu.

Staðgöngumæðrun komst í hámæli árið 2011 þegar Helga Sveinsdóttir og Einar Færseth komu hingað til lands með barn sem þau eignuðust með aðstoð staðgöngumóður frá Indlandi, en greint var frá því á Stöð tvö árið 2011 að móðirin hefði fengið greitt 300 þúsund krónur fyrir viðvikið.

Í frétt Reykjavík vikublaðs segir að ekki hafi fengist nánari upplýsingar um eðli málanna hjá útlendingastofnun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.