Telja að nýr iPhone verði þynnri, með betri rafhlöðu og engum „heima“ takka

Menn eru strax farnir að velta fyrir sér nýrr hönnun iPhone

Hugsanlega mun iPhone breytast nokkuð með næstu hönnun.
iPhone 6 Hugsanlega mun iPhone breytast nokkuð með næstu hönnun.

Talið er að það verði dramatískar breytingar á iPhone 7 sem kemur líklega út næsta september. Þannig segir í umfjöllun Daily Mail um málið að fyrirtækið hyggist einbeita sér frekar að líftíma rafhlöðunnar, auk þess sem þeir eru að íhuga að kasta „heima“ takkanum. Þannig geta þeir gert skjáinn stærri.

Þá verður síminn líklega þynnri en hann er í dag, það er segja iPhone 6/6S, en sá sími var nokkuð þynnri en fyrri símahönnun fyrirtækisins.

Hér má lesa frekar um hönnunina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.