París í heljargreipum: Kouachi-bræðurnir drepnir - Komu út með byssurnar á lofti

Kouachi-bræðurnir innikróaðir á iðnaðarsvæði með einn gísl - Önnur gíslataka í norðurhluta Parísarborgar þar sem að minnsta kosti sex er haldið í matvörubúð

Kouachi-bræðurnir voru drepnir af sérsveit lögreglunnar samkvæmt frétt AFP.
Bræðurnir drepnir Kouachi-bræðurnir voru drepnir af sérsveit lögreglunnar samkvæmt frétt AFP.
Mynd: AFP

Frétt í framvindu Síðast uppfært 9. janúar 2015 klukkan 17:37.

Talið er að Kouachi-bræðurnir hafi verið skotnir af sérsveit lögreglunnar.

Þá er einnig talið að þriðji gíslatökumaðurinn sem hélt að minnsta kosti sex í gíslingu í matvörubúð í miðborg Parísar, hafi einnig verið skotinn af sérsveit lögreglunnar.

Ekki er vitað um ástand konunnar sem talinn var ein af gíslatökumönnunum í miðborg Parísar.

Sérsveitarmenn á vegum lögreglunnar hafa ráðist inn í matvörubúðina.
Lögreglan ræðst inn Sérsveitarmenn á vegum lögreglunnar hafa ráðist inn í matvörubúðina.

Þeir földu sig í fyrirtæki á iðnaðarsvæði í Dammartin-en-Goele, 35 kílómetra norðaustur af París.

Annar hópur gíslatökumanna, kona og karlmaður, héldu að minnsta kosti sex manns í gíslingu í miðborg Parísar. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er búið að frelsa einhverja gísla.

Uppfært: 10:09 - Íbúum í Dammartin-en-Goele sagt að halda sig innandyra. Skólum hefur verið lokað á svæðinu auk þess sem herinn er mættur á svæðið með mikinn viðbúnað.

Uppfært: 10:43 - Franskir fjölmiðlar greina frá því að Kouachi-bræðurnir hafi sagt við lögreglu að þeir séu tilbúnir til þess að deyja sem píslarvættir.

Uppfært: 10:47 - Franskir fjölmiðlar fullyrða að einn gísl sé í haldi Kouachi-bræðranna.

Uppfært: 10:52 - Franskir og breskir fjölmiðlar greina frá því að sérsveit á vegum hryðjuverkadeildar lögreglunnar sé komin í samband við Kouachi-bræðurna og að samningaviðræður séu hafnar.

Uppfært 11:25 - Hryðjuverkaárásin í París á miðvikudaginn hefur nú verið tengd við skotárásina í gær þegar þungvopnaður byssumaður í skotheldu vesti hóf skothríð á lögregluna með þeim afleiðingum að lögreglukona lést. Ekki er talið að bræðurnir hafi verið þar að verki en að sú árás tengist engu að síður með einhverjum hætti ódæðisverkum Kouachi-bræðranna.

Uppfært: 11:42 - Saksóknari í Frakklandi segir engan hafa látist í skotbardaga á milli Kouachi-bræðranna og lögreglu í morgun.

Lögreglan og franski herinn eru með mikinn viðbúnað á svæðinu.
Tilbúnir að deyja Lögreglan og franski herinn eru með mikinn viðbúnað á svæðinu.

Uppfært: 11:57 - Símasamband á svæðinu er stopult. Fréttamenn Sky og heimildarmenn þeirra telja að þetta tengist aðgerðinni, að lögreglan sé að loka fyrir símasamband svo bræðurnir nái ekki sambandi við umheiminn.

Uppfært: 11:59 - Sjónvarpsstöðin France 2 greinir frá því að Kouachi-bræðurnir séu með einn gísl - það sé 26 ára gamall karlmaður.

Uppfært: 12:12 - Sjúkrabílar streyma að svæðinu á meðan lögreglumenn, hermenn og sérsveitarmenn halda áfram að umkringja svæðið þar sem Kouachi-bræðurnir eru taldir halda sig.

Uppfært: 12:35 - Svo virðist sem umsátrið marki ekki endalok þessara hrinu voðaverka í París. Nú berast fréttir af því að einn sé særður eftir skotárás í matvörubúð í austurhluta borgarinnar. Sky News segir að þetta bendi til þess að hryðjuverkahópurinn standi ekki bara saman af bræðrunum tveimur, heldur allavega þriðja manni til.

Hayat Boumeddiene (32) og Amedy Coulibaly (26) halda að minnsta kosti sex manns í gíslingu í matvörubúð.
Grunuð um seinni gíslatökuna Hayat Boumeddiene (32) og Amedy Coulibaly (26) halda að minnsta kosti sex manns í gíslingu í matvörubúð.

Uppfært: 12:44 - AFP greinir frá því í matvörubúðinni sé byssumaðurinn líka með gísla.

Uppfært: 12:49 - Fréttamaður Sky News greinir frá því að tekist hafi að semja við Kouachi-bræðurna um að hleypa börnum úr nærliggjandi í skóla heim með öruggum hætti. „Við drepum ekki saklausa borgara,“ eru þeir sagðir hafa sagt við mann rétt áður en til umsátursins kom.

Uppfært: 12:57 - Nú er talað um að gíslarnir í matvörubúðinni séu jafnvel fimm talsins. Maðurinn sem þar haldi á byssu sé sá sem skaut lögreglukonu til bana í gær. Hermt er að annar bróðirinn og þessi í matvörubúðinni hafi deilt fangaklefa árið 2008.

Uppfært: 13:15 - Nú er að sögn verið að kanna hvort bræðurnir eigi fleiri bandamenn úr fangelsinu.

Uppfært: 13:29 - Frönsk yfirvöld hafa gefið út ljósmyndir og nöfn af þeim sem þau telja ábyrg fyrir skotárásinni á lögregluna í gær og gíslatökunni í matvörubúðinni.

Uppfært: 13:32 - Amedy Coulibaly, 32 ára karlmaður, og Hayat Boumeddiene, sem er 26 ára kona, eru sögð ábyrgð fyrir gíslatökunni í matvörubúðinni Hyper Cacher. Matvörubúðin er á Rue Albert Willemetz, hliðargötu nærri gatnamótum Porte de Vincennes og Boulevard de la Peripherique.

Uppfært: 13:46 - Samkvæmt AFP-fréttaveitunni hafa tveir látið lífið í gíslatökunni í matvörubúðinni Hype Chacher í austurhluta Parísarborgar.

Mynd: Reuters

Uppfært: 14:15 - Búið er að rýma Trocadero-torgið við Eiffell-turninn í París vegna einhverra aðgerða. Ekki er vitað afhverju eins og staðan er núna.

Uppfært: 14:25 - Breskir og franskir fjölmiðlar segja að hinn 32 ára gamli Amedy og hin 26 ára gamla Hayat séu þungvopnuð og haldi allt að sex manns í gíslingu í matvörubúðinni Hyper Cacher. Þá hefur verið staðfest að tveir hafi látið lífið í gíslatökunni í matvörubúðinni.

Uppfært: 14:26 - Staðfest er að fimmtán manns hafa látið lífið í þessum hryðjuverkaárásum í Parísarborg undanfarna 48 klukkutímana eða svo.

Uppfært: 14:33 - Talið er að aðgerðum lögreglunnar við Eiffell-turninn sé lokið. Ekki er vitað hvað gekk þar á.

Uppfært: 14:58 - Gíslatökufólkið í matvörubúðinni krefst þess að Kouachi-bræðrunum verði sleppt. Á meðal gísla í matvörubúðinni er 6 mánaða gamalt barn.

Uppfært: 15:56 - Skothríð og sprengingar heyrast nú frá svæðinu þar sem Kouachi-bræðurnir halda sig.

Uppfært: 16:09 - Ekki er vitað hvort sprengingarnar séu til komnar vegna þess að Kouachi-bræðurnir hafi skutið á lögreglu eða öfugt. Núna berst reykur frá húsnæðinu þar sem þeir eru taldir halda sig ásamt gísl, 26 ára gömlum karlmanni. Sjúkrabílar streyma á svæðið.

Uppfært 16:14 - Fjórar sprengingar voru að heyrast á staðnum þar sem gíslatökumenn eru með allt að sex í gíslingu í matvörubúð.

Uppfært: 16:17 - Fleiri sprengingar heyrast á svæðinu við matvörubúðina þar sem gíslatökumenn halda allt að sex manns í gíslingu í norðurhluta Parísarborgar.

Uppfært: 16:20 - Kouachi-bræðurnir hafa verið drepnir af sérsveit lögreglunnar. AFP greinir frá.

Uppfært: 16:22 - Einhverjir gíslar hafa sloppið úr matvörubúðinni samkvæmt fréttastofu Sky.

Uppfært: 16:27 - Fréttastofa Sky segir að búið sé að frelsa alla gísla í miðborg Parísar. Tveir lögreglumenn særðust í aðgerðinni. Ekki er vitað um ástand gíslatökumannanna.

Uppfært 16:34 - Samkvæmt Fréttastofu Sky var gíslatökumaðurinn Amedy Coulibaly, 32 ára, skotinn til bana af sérsveit lögreglunnar. Ekki er vitað um ástand konunnar sem sögð var ein af gíslatökumönnunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.