iPhone 6 bognar

Þynnri og stærri en fyrirrennararnir

Nú berast frásagnir eigenda iPhone 6 að síminn bogni undan þrýstingi. Á það sérstaklega við þá síma sem hafa verið geymdir í vösum eigenda sinna. Hafa nokkrir þeirra birt myndir á samfélagsmiðlinum Twitter af bognum símum en nýjasta útgáfan af iPhone er þynnri og stærri en fyrirrennarar hennar.

Einn YouTube-notandinn ákvað að sjá hversu mikið hann gæti beygt símann með berum höndum og var það þó nokkuð. Niðurstaðan hlýtur að vera sú að eigendur iPhone 6 geymi tækið ekki í þröngum buxnavösum og reyni ekki að beygja hann viljandi með berum höndum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.