Fornleifafræðingar uppgötva nýja og furðulega tegund risaeðlu

Eðlan var með risavaxinn kamb á höfðinu sem líktist einna mest fiðrildavæng

Eðlan var með stóran kamb á höfðinu, sem líkist einna mest fiðrildavæng.
Caiuajara dobruskii Eðlan var með stóran kamb á höfðinu, sem líkist einna mest fiðrildavæng.

Fornleifafræðingar í Brasilíu segjast hafa uppgötvað nýja tegund risaeðlu, sem var fremur sérkennileg í útliti. Eðlan, sem fengið hefur fræðiheitið Caiuajara dobruskii var uppi fyrir um það bil áttatíu milljónum ára.

Eðlan var með gríðarstóran kamb á höfðinu, sem vísindamenn segja að hafi litið út eins og stærðar fiðrildavængur.

Vísindamennirnir fundu hundruði beina á fremur litlu svæði í uppgreftrinum, sem vísindamenn telja að bendi til þess að þær hafi verið félagsverur og hafi lifað í hópum. Svæðið sem beinin fundust á var um 20 fermetrar að stærð og telja vísindamenn sig hafa fundið að minnsta kosti 47 einstaklinga og búast jafnvel við að finna hundruð fleiri á næstunni.

Fullvaxnar voru eðlurnar kannski ekki risavaxnar, en vænghaf fullorðinnar eðlu var um 2,3 metrar, en vísindamenn telja að eðlutegundin hafi byrjað að fljúga mjög ung.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.