Gagnvirk tímalína fyrir lekamálið

Kynntu þér atburðarásina á DV.is

Aðstoðarmenn Hönnu Birnu eru meðal þeirra sem eru til rannsóknar í lekamálinu. Greint hefur verið frá því að Gísli Freyr átti samtal við blaðamann Morgunblaðsins um það leiti sem hann opnaði minnisblaðið í ráðuneytinu.
Til rannsóknar Aðstoðarmenn Hönnu Birnu eru meðal þeirra sem eru til rannsóknar í lekamálinu. Greint hefur verið frá því að Gísli Freyr átti samtal við blaðamann Morgunblaðsins um það leiti sem hann opnaði minnisblaðið í ráðuneytinu.

Lekamálið hófst í nóvember í fyrra þegar upplýsingum um hælisleitandann Tony Omos var lekið úr innanríkisráðuneytinu. Málið hófst með fréttaflutningi DV af yfirvofandi brottvísun hælisleitandans Tonys sem átti von á barni með Evelyn Glory Joseph.

Boðað var til mótmæla vegna brottvísunarinnar og lak um það leyti minnisblað úr innanríkisráðuneytinu, sem hefur mál hælisleitenda á sinni könnu, til Mbl.is og Fréttablaðsins. Upplýst hefur verið að Gísli Freyr átti samtal við blaðamann Morgunblaðsins stuttu áður en frétt miðilsins birtist.

Lekinn var kærður til lögreglu og hefur hann verið til rannsóknar síðustu mánuði. Í þeirri rannsókn hafa aðstoðarmenn Hönnu Birnu haft réttarstöðu grunaðs. Það var svo í lok júlí sem DV greindi frá því að Hanna Birna hefði átt fundi með lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu þar sem hún ræddi um rannsóknina. Í kjölfar þess sendi umboðsmaður Alþingis fyrirspurn til hennar og krafðist svara.

Hér fyrir ofan er hægt að skoða mun ítarlegri umfjöllun um atburðarásina í málinu allt frá upphafi til ágústbyrjunar 2014.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.