Ræddi afskipti ráðherra við ríkissaksóknara

„Ég tel ekki rétt að ríkissaksóknari ræði þetta málefni við fjölmiðla“

Stefán Eiríksson lögreglustjóri hefur unnið embætti sínu virðingu. Hann hverfur nú á braut vegna rannsóknar á Lekamálinu.
Vinsæll embættismaður Stefán Eiríksson lögreglustjóri hefur unnið embætti sínu virðingu. Hann hverfur nú á braut vegna rannsóknar á Lekamálinu.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Samstarfsmönnum Stefáns Eiríkssonar, fráfarandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, er mjög brugðið vegna þrýstingsins sem Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra beitti hann. Hann hefur rætt málið við nána samstarfsmenn sína auk þess sem hann upplýsti ríkissaksóknara um afskipti ráðherrans áður en hann ákvað að leita fyrir sér um starf annars staðar.

„Ég tjái mig ekki um samskipti við ráðherra,“ segir Stefán Eiríksson í samtali við DV.

DV hafði samband við Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara. „Ég tel ekki rétt að ríkissaksóknari ræði þetta málefni við fjölmiðla,“ segir hún. Sigríður hafnar því hins vegar ekki að Stefán hafi upplýst sig um þrýstinginn sem ráðherra beitti.

Ríkissaksóknari telur ekki rétt að tjá sig um málið við fjölmiðla.
Upplýst um þrýsting ráðherra Ríkissaksóknari telur ekki rétt að tjá sig um málið við fjölmiðla.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.